Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 64

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 64
54 FRÚIN Á GRUND STÍGANDI í Grundarkirkju. Var það hin síðasta athöfn af því tagi, er fram fór í Eyjafirði. Fólkið streymdi til kirkjunnar öllu meira en venjulega eins og vant er að vera, ef eitthvað nýstárlegt á að ske. Þá voru kirkjubekkirnir skipaðir eftir efnum og mannvirðingum. Hver gekk að sínu sæti. Innsta sætið að norðanverðu átti tignasta konan, en í krókbekknum sama megin sátu þær konur, sem at- hvarfslausar voru og einskis virtar. Þar átti seka konan að sitja þennan dag. Hún, sem áður hafði setið hjá systrum sínum í einu af innstu sætum kirkjunnar, sat nú þarna ein og útskúfuð, þar til hún hefði fengið uppreisn og fyrirgefningu safnaðarins, sem þó myndi aldrei þvo hana hreina í augum fjöldans. Það var auðséð, að mörgum var mikið í hug, meðan kirkjugestirnir biðu eftir því, að athöfnin byrjaði. Sumir hvísluðust á, og aðrir litu um öxl til hennar, sem í krókbekknum sat. Margir hafa þeir sjálfsagt verið, sem vorkenndu henni í þess- um sporum, en margir voru þeir einnig, sem höfðu dæmt hana fyrir það að vera alin upp í guðsótta og góðum siðum og láta þó leiðast út á glapstigu. Einnig voru nokkrir, sem hlökkuðu í hjarta sínu yfir því, að presturinn, þessi strangi og siðavandi maður, varð nú að standa auðmjúkur frammi fyrir söfnuði sínum, vegna þess að dóttir hans hafði framið siðferðisbrot á hans eigin heimili. Þá opnaðist kirkjan hægt og hljóðlega, og frúin á Grund stóð í dyrunum. Allra augu litu til hennar. Hún stóð þarna tíguleg og svipmikil og renndi djúpum alvöruaugum eftir bekkjaröðun- um. Svo námu þau staðar við krókbekkinn, þar sem prestsdótt- irin sat hnipin og skjálfandi. Þangað sveigði frúin, settist við hlið hennar og horfði á hana eins og ástrík móðir, sem er að hugga veikt barn. Það fór eins og sterkur straumur um kirkjuna, margir lutu höfði og grétu eins og þeir ættu að taka aflausn þennan dag. Þessi sterka, skaphreina kona, sem aldrei hikaði að fylgja því, sem hún taldi rétt, hafði lyft söfnuðinum um stundarsakir yfir dómgirni, kulda og kæruleysi. Þess vegna var öllum, sem þarna voru, þessi atburður svo ógleymanlegur. Hvað mun þá hafa ver- ið um prestsdótturina frá Möðrufelli? Frúin á Grund lifði langa ævi eftir þetta, en þegar hún fór í kirkjuna á Grund, sat hún jafnan í krókbekknum, en ekki í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.