Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 20

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 20
10 Á KROSSGÖTUM — STÍGANDI tilgátan er sú, að umrót og umbreytni landnámsins hafi brotið nýjan akur í fornan jarðveg, og enn aðrir benda á þá hagkvæmu aðstöðu Islendinga fram yfir Norðmenn, að hér ríkti lengi fyrst miklu meiri friður en í Noregi, þar sem allt logaði um þessar mundir í innanlandserjum milli afkomenda Haralds hárfagra og að nokkru Hlaðajarla. Kannske hafa allar tilgáturnar hitt á nokkuð af sannleikan- um. Þó er það eitt víst, að þessi varð niðurstaðan: íslendingar sátu einir að skáldamiðinum, eða svo til. Þegar minnzt er á íslenzkan kveðskap, verður ekki gengið fram hjá einu mjög einkennandi atriði: Það er hin hefðbundna notkun stuðla og höfuðstafa, sem er upphaflega samkenni alls germansks kveðskapar, en hefir varðveitzt fram á þennan dag með Islendingum einum. Oft hefir þessi hefð orðið fyrir beinum og óbeinum árásum, en hefir staðið af sér alla storma og er svo trygg í sessi, að okkur finnst eins og hlustir séu skafnar innan, ef við heyrum rangstuðluð eða óstuðluð kvæði höfð yfir. Hér komum við að öðrum leyndardómi íslenzks kveðskapar: Hvað hefir valdið slíkum venjum hjá Islendingum einum, þeg- ar frændþjóðir okkar hafa fyrir löngu varpað þess háttar fyrir borð? Sumir ætla, að íslenzkur kveðskapur hafi komizt í svo fastar skorður sem ómengaður iðnaður á blómatíð hirðskáldskapar Is- lendinga, að stuðlasetning auk hátta hafi verið eitt sjálfsagðasta vörumerkið, sem tryggði góða, ósvikna vöru. Kveðskapurinn varð engu síður að íþrótt en list, eða listin verður öllu meiri í forminu en efnintx um skeið. Það er ómælt, hvaða geysiþýðingu kveðskapurinn með allri sinni íhaldssemi í stuðla, hendingar, hætti, heiti og kenningar hefir haft fyrir varðveizlu tungu okkar og þá um leið þjóðernis- leg einkenni og menntun. Því verður að vísu ekki neitað, að yf- irleitt virðist svo, að því dýrari sem hátturinn er og erfiðari, því minni sé oft andagiftin í kveðskapnum. En dýrir hættir, stuðl- ar, heiti og kenningar höfðu tvenns konar gildi, sem er mjög mikilsvert: Það er léttara að læra og muna dýrt kveðið og vel stuðlað, þegar menn einu sinni kunna skil á slíku, en lítt eða ekki stuðlað og laust að háttum. Og kenningar og heiti kröfðust talsverðrar kunnáttu á tungunni og sögu þjóðarinnar, trúar og siða. Ef skáldið átti að ná tökum á ljóðfáknum, varð það að leggja á sig allmikið nám, og hlustandinn, og seinna lesandinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.