Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 46

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 46
36 SAMTÍÐ MÍN OG ÉG STÍGANDI í gegnum líf svo leiðumst við, því lafa saman neyðumst við til skammar þér, að skapraun mér, til skaða báðum víst. En berji einhver orði þig og ætli litla á borði þig, ég þríf mín von, ef þess þarf með, og þér til varnar snýst! HVERFLEIKI Þegar vorgolan strýkur um víðáttur grænkandi heiða, á vötnunum svanirnir kvaka og fjaðrir sér greiða, og móðurhlýtt dúnsæng á eggin sín æðirnar breiða; þegar gaukurinn klýfur loftið með hvellandi hneggi, við hólmann í ánni á verði er taumandarsteggi, í mýrinni spígsporar stelkur með leiruga leggi; þegar fagnandi hneigir sig vorperla’ í vindsvala þýðum, víðirinn laufgast og angar í móum og hlíðum, og fífillinn roðnar af feimni hjá sóleyjum fríðum, þá minnistu þess, er þú barn af hlaðinu hér horfðir um víðlendur ríkis þíns, stórveldisheima, og hugurinn skemmti við drauma um dáðir sér. En nú er sú hliðskjálf af hlaðinu horfin þér, hættur um afrek, frægðir og völd að dreyma, Viðhorfin breytast, tími á flótta fer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.