Stígandi - 01.07.1943, Side 46
36
SAMTÍÐ MÍN OG ÉG
STÍGANDI
í gegnum líf svo leiðumst við,
því lafa saman neyðumst við
til skammar þér, að skapraun mér,
til skaða báðum víst.
En berji einhver orði þig
og ætli litla á borði þig,
ég þríf mín von, ef þess þarf með,
og þér til varnar snýst!
HVERFLEIKI
Þegar vorgolan strýkur um víðáttur grænkandi heiða,
á vötnunum svanirnir kvaka og fjaðrir sér greiða,
og móðurhlýtt dúnsæng á eggin sín æðirnar breiða;
þegar gaukurinn klýfur loftið með hvellandi hneggi,
við hólmann í ánni á verði er taumandarsteggi,
í mýrinni spígsporar stelkur með leiruga leggi;
þegar fagnandi hneigir sig vorperla’ í vindsvala þýðum,
víðirinn laufgast og angar í móum og hlíðum,
og fífillinn roðnar af feimni hjá sóleyjum fríðum,
þá minnistu þess, er þú barn af hlaðinu hér
horfðir um víðlendur ríkis þíns, stórveldisheima,
og hugurinn skemmti við drauma um dáðir sér.
En nú er sú hliðskjálf af hlaðinu horfin þér,
hættur um afrek, frægðir og völd að dreyma,
Viðhorfin breytast, tími á flótta fer.