Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 52

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 52
42 SKOLLA-FAXI STÍGANDI heitasti dagur sumarsins. Ég gekk til hestanna, leysti þá og sté á bak og reið niður með hinum þurra farvegi og hugsaði mér að æja úti á bersvæði, en ekki við skóginn“. „Voruð þér hræddir?“ spurði Vasonji. „Ég býst við að ég hafi verið hræddur. Hljóðfæraslátturinn var kynlegur. Ég vissi, að tónarnir voru slegnir á slaghörpu, en vissulega hefi ég aldrei heyrt svipaða tónlist. Ég reið ekki lengra burtu en svo, að ég þættist viss um að heyra tónana, ef harpan yrði slegin á ný. Það brást heldur ekki. Þegar náttaði, komu þeir í fylkingum út úr jaðri skógarins. Þeir liðu niður bakka fljótsfarvegarins og vitj- uðu mín. Þeir smugu loftið eins og mjúkur silkivaður, sem leik- inn hjarðsveinn þeytir af hendi, er hann vill fanga grip úr villtri nautgripahjörð. Þeir teygðu óteljandi anga eins og risa- vaxinn margfætla, sem fálmar eftir bráð sinni á hafsbotni, en bráðin var ég. Ég hlustaði og fann máttinn soginn úr sálu minni og líkama“. „Þekktuð þér nokkuð af því, sem leikið var?“ spurði Vasonji. — „Nei“, sagði ég stuttlega. Takið nú eftir: Það, sem leikið var, hefir aldrei verið leikið fyrir neinum tilheyrendum fyrr eða síðar, svo mikið er ég viss um, það hefir aldrei verið þrykkt á blað, með þessum einkennilegu punktum, klessum og krumsprangi og hengt til sýnis út í búðarglugga, það var nýtt og gert af eldi og litum. Það voru blóðlifrar breiddar til þerris í kvöldgolunni og sendar með henni, eins vítt og vindar blása. Þegar ég seinna læddist í áttina til kofans, fannst mér ég ekki vera einn, mér þótti sem fleiri mundu hlusta en ég. Eyðilönd Ástralíu er kynleg, þú veizt aldrei, hvenær þú ert einn, þar ligg- ur svo margt í landi. Næmar sálir finna þessi áhrif. Gamli Barcroft Boake, sem hengdi sig í svipuólinni sinni, orki kvæði um þetta, þar stendur: Langt úti á sléttunni, langt, langt á brottu, læðast í grasinu dauðir menn. Við bleikmána sigðina sá ég þeir — glottu — þeir sitja og læðast í grasinu enn. Ég gæti sagt yður sögur svo rammar, að hárin risu á höfði yðar og legðust aldrei aftur. Sögur um Dauða-vagninn, sem ek- ur um sléttuna í þurrkasumrum og hirðir hræ þeirra, sem fallið hafa af hungri og þorsta. Ég get sagt yður sögur af hinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.