Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 60
50
FRÚIN Á GRUND
STÍGANDI
sem nafn hennar er nefnt. í fyrra skiptið skrifaði Tryggvi Gunn-
arsson, dóttursonur hennar, stutta grein í Almanak Þjóðvina-
félagsins til þess að vara menn við því að vera of bráðir á sér að
úrskurða þá látna, sem lífsmark sæist ekki með. Sagði
hann í því sambandi sögu af frú Valgerði Briem ömmu sinni.
Þegar hún var ung stúlka, veiktist hún skyndilega mikið, en féll
svo í einhvern dvala, svo að allir viðstaddir hugðu hana dána.
Hún heyrði allt, sem gerðist, grát og kveinstafi ættingjanna og
undirbúninginn að sauma utan um líkama hennar, eins og þá
var siður. En hvernig sem hún reyndi, gat hún ekki hreyft legg
eða lið né bært til augnalokin. Loksins, þegar stúlkan var að
enda við að brjóta líkhjúpinn að fótum hennar, gat hún örlítið
hreyft eina tá. Var þá farið að stumra yfir henni. Raknaði hún
fljótt við og hresstist, náði fullri heilsu og var hraust alla ævi
síðan.
Hitt er frásaga, sem birtist fyrir nokkrum árum í þjóðsagna-
safni. Er þar skýrt frá sýn, er bar fyrir merkan bónda í Eyjafirði,
þar sem hann stóð að slætti, ásamt vinnumönnum sínum, dag-
inn sem frú Valgerður dó. Virtist þeim bjartur geisli líða upp í
loftið yfir Grundarbænum. Sýnir það vel, hvern hug Eyfirðingar
báru til hennar, að þeim fannst það eðlilegt, að dauði hennar
hefði verið dýrðlegri en flestra annarra, af því að líf hennar var
svo auðugt af góðum verkum.
Frú Valgerður ólst að nokkru leyti upp hjá Jóni Jakobssyni
móðurbróður sínum á Espihóli, sem þá var sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu. Var hann mjög vinsæll af alþýðu, ljúfur í máli við
alla og gekk ekki hart eftir greiðslum hjá snauðum mönnum.
Komu þeir oft á manntalsþing með hnappheldur, teyminga,
gjarðir og reipi, og tók hann þetta upp í þinggjöldin. Kom mörg-
um það vel, því að peningar voru þá í fárra höndum. Sagt var,
að hann hefði tekið svo nærri sér að geta ekki bætt úr vandræð-
um allra, sem til hans leituðu, að hann hefði oft tárast yfir því.
Þó var hann karlmenni í sjón og að burðum, svo að kraftasögur
af honum fóru víða um landið. Um Sigríði konu hans gengu aðr-
ar sögur. Þótti hún naum til útláta, vinnuhörð og ekki góð við
umrenninga. En ekki má gleyma því, að margir voru þá lang-
þurfamenn, og óvíst að heimilið hafi verið jafnauðugt af birgð-
um og menn hugðu, því að sýslumaður hafði mikið mannahald
við byggingar og jarðabætur, svo að sumir mæltu, að Espihóll
hefði verið reisulegasta stórbýli á Norðurlandi um daga hans.