Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 48

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 48
38 SKOLLA-FAXI STÍGANDí ist undrandi, að nokkur væri svo ófróður. Svo sagði hann — og það var virðingarhreimur í röddinni: „Það er herra Joachim Vasonji!“ Þetta nafn stökk á meðvitund mína eins og hungrað- ur úlfur, sem leitar sér bráðar. Það reif mig upp úr hinni ryk- föllnu, skrælþurru og söngóðu Salzburg og þyrlaði mér um óra- vegu og skildi við mig í óbyggðum Astralíu. Það fór um vitund mína eins og heitur eyðimerkurstormur. Vasonji! — Joachim Vasonji, lærimeistari og vinur Stafanescu, sem þekktur var und- ir nafninu Skolla-Faxi. „Eg verð að tala við hann“, sagði ég við sendilinn, og mér var mikið niðri fyrir. „Gerðu svo vel að færa honum nafnspjald- ið mitt“. Að mínum dómi hagaði sendillinn sér miður vel, hann sagði: „Herra Vasonji umgengst ekki almenning“ og virti nafnspjaldið ekki viðlits. „Hann talar aldrei við ókunnuga, þótt menn yrði á hann, svarar hann ekki“. — „Hann skal verða að tala við mig“, sagði ég með þykkju. „Takið þér við nafnspjaldinu og færið honum það“, mælti ég. En sendillinn hreyfði hvorki hönd né fót, en mælti: „Það er ætlazt til þess af þeim, sem hér koma, að þeir tali ekki hátt. Sjáið þér ekki, að fólkið er farið að horfa“. Að svo mæltu gekk hann burtu og sýndi jafn greinilega og unnt var, að hann áliti mér ofaukið á hinum virðulega stað. Lítill og loðinn Rússi — líkastur úfnum þúfutittlingi — tók að hamra á hljóðfærið, og þá mér nóg boðið. Eg varð að tala við Vasonji og segja honum söguna, eins og ég hafði lofað. Nú, þegar ég hafði séð manninn, var ég eins og á glóðum.-------- Tónleikarnir voru úti; fólkið reis á fætur og gekk út, en ég sá að Vasonji sat kyrr. Ég gekk beint til hans, en afsakaði mig um leið fyrir að ávarpa hann á þessum stað. Hann reis á fætur, virti mig fyrir sér og sagði á þýzku: „Hvað viljið þér?“ „Ég ætla að segja yður sögu. Ég hefi lofað að segja yður hana, en ekki fundið yður fyrr, og það, sem ég ætla að segja yður, er meðal annars, að ég hefi heyrt Stafanscu leika á hljóðfæri. Hann, sem nefndur var Skolla-Faxi. Ég heyrði hann leika daginn, sem hann dó“. Þessi framsetning málsins var að vísu einkennileg, þarna í hljómskálanum, og hugsazt gat, að Vasonji áliti mig geggjaðan. En ég sá honum bregða, eins og hann hefði verið sleginn. Hann greip báðum höndum um stólbakið og dró andann títt, en svörtu augun hans sögðu eins skýrt og verða mátti: Lygari!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.