Stígandi - 01.07.1943, Page 48

Stígandi - 01.07.1943, Page 48
38 SKOLLA-FAXI STÍGANDí ist undrandi, að nokkur væri svo ófróður. Svo sagði hann — og það var virðingarhreimur í röddinni: „Það er herra Joachim Vasonji!“ Þetta nafn stökk á meðvitund mína eins og hungrað- ur úlfur, sem leitar sér bráðar. Það reif mig upp úr hinni ryk- föllnu, skrælþurru og söngóðu Salzburg og þyrlaði mér um óra- vegu og skildi við mig í óbyggðum Astralíu. Það fór um vitund mína eins og heitur eyðimerkurstormur. Vasonji! — Joachim Vasonji, lærimeistari og vinur Stafanescu, sem þekktur var und- ir nafninu Skolla-Faxi. „Eg verð að tala við hann“, sagði ég við sendilinn, og mér var mikið niðri fyrir. „Gerðu svo vel að færa honum nafnspjald- ið mitt“. Að mínum dómi hagaði sendillinn sér miður vel, hann sagði: „Herra Vasonji umgengst ekki almenning“ og virti nafnspjaldið ekki viðlits. „Hann talar aldrei við ókunnuga, þótt menn yrði á hann, svarar hann ekki“. — „Hann skal verða að tala við mig“, sagði ég með þykkju. „Takið þér við nafnspjaldinu og færið honum það“, mælti ég. En sendillinn hreyfði hvorki hönd né fót, en mælti: „Það er ætlazt til þess af þeim, sem hér koma, að þeir tali ekki hátt. Sjáið þér ekki, að fólkið er farið að horfa“. Að svo mæltu gekk hann burtu og sýndi jafn greinilega og unnt var, að hann áliti mér ofaukið á hinum virðulega stað. Lítill og loðinn Rússi — líkastur úfnum þúfutittlingi — tók að hamra á hljóðfærið, og þá mér nóg boðið. Eg varð að tala við Vasonji og segja honum söguna, eins og ég hafði lofað. Nú, þegar ég hafði séð manninn, var ég eins og á glóðum.-------- Tónleikarnir voru úti; fólkið reis á fætur og gekk út, en ég sá að Vasonji sat kyrr. Ég gekk beint til hans, en afsakaði mig um leið fyrir að ávarpa hann á þessum stað. Hann reis á fætur, virti mig fyrir sér og sagði á þýzku: „Hvað viljið þér?“ „Ég ætla að segja yður sögu. Ég hefi lofað að segja yður hana, en ekki fundið yður fyrr, og það, sem ég ætla að segja yður, er meðal annars, að ég hefi heyrt Stafanscu leika á hljóðfæri. Hann, sem nefndur var Skolla-Faxi. Ég heyrði hann leika daginn, sem hann dó“. Þessi framsetning málsins var að vísu einkennileg, þarna í hljómskálanum, og hugsazt gat, að Vasonji áliti mig geggjaðan. En ég sá honum bregða, eins og hann hefði verið sleginn. Hann greip báðum höndum um stólbakið og dró andann títt, en svörtu augun hans sögðu eins skýrt og verða mátti: Lygari!

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.