Stígandi - 01.07.1943, Síða 16

Stígandi - 01.07.1943, Síða 16
STÍGANDI BRAGI SIGURJÓNSSON: Á KROSSGÖTUM ~ EÐA VILLIGÖTUM? i. í öllum þeim bókafjölda, sem síðastliðin ár hafa fært íslenzk- um lesendum, eru þær ekki fyrirferðarmiklar ljóðabækurnar. Það hefir verið sagt um íslendinga, að þeirra aðall væri bók- menntir þeirra, ekki sízt ljóðlistin. En nú er það víst af, sem áð- ur var, hvað ljóðunum viðvíkur, því að svo hirðulausir eru ís- lenzkir lesendur orðnir um kvæði og kvæðalestur, að tæpast fást lengur útgefendur að ljóðabók. „Þær seljast ekki“, segja þeir, og við getum ekki láð þeim, að þeir hafi þennan mannlega eiginleika að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Hvað ætli þeir séu margir t. d. hér í höfuðstað Norðurlands, sem eru sérstaklega handgengnir ljóðum Einars Benediktsson- ar, Gríms Thomsen, Stephans G. Stephanssonar, Þorsteins Er- lingssonar, eða jafnvel Matthíasar eða Davíðs, svo að tekið sé þeim nærstæðara? Þeir eru kannske ekki svo fáir, sem eiga bæk- ur þessara höfunda í bókahillum sínum, en taka margir þessar bækur niður nema til að þurrka rykið af þeim? Eru þeir marg- ir, sem lesa ljóð þessara höfunda sér til þroska og hugsvölunar? Er vélmennskan að ná svo sterkum tökum á íslenzkum lesend- um, að þeir séu meira og minna hættir að nenna að skyggnast inn úr skel hins daglega yfirborðs, hættir að reyna að skilja og greina þá reynslu, sem þeim ber að höndum, í ljósi reynslu ann- arra, hættir að kunna að nota sér skuggsjá ljóðanna sem þroska- lind? Nú kann einhver að segja: En maður minn góður, hvað höf- um við með þetta kvæðastagl að gera? Okkur finnst það dauð- ans leiðinlegt, þurrt, tyrfið, líflaust, oft væmið. Nei, má ég þá frekar biðja um „spennandi“ skáldsögu eftir Gunnar, Kiljan, Hagalín eða Davíð. En í trúnaði sagt, kýs ég nú helzt Vikuritið eða eitthvað þvílíkt.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.