Stígandi - 01.07.1943, Page 66

Stígandi - 01.07.1943, Page 66
STÍGANDI ÞRÁINN: BJARNI STÓRHRÍÐ (SMÁSAGA) Þið, sem eruð borin og barnfædd hér á mölinni, þekkið auð- vitað ekki þessa frumstæðu, nagandi þrá, sem grípur okkur gömlu sveitabörnin, þegar suðrænan hvíslar hérna í trjágörðun- um, lækirnir þarna yfir í hlíðinni hvítfyssa í sólbráðinni, far- fuglarnir koma og moldin angar nýju lífi. Þá höfum við mörg orðið fyrir þeirri sáru reynslu, að bæjarmenningin, sem við höfum með alúð reynt að tileinka okkur, brotnar af okkur eins og skurn, og frummaðurinn, sem við hugðum löngu lagztan á strá innst inni í fylgsnum sálar okkar, skálmar fram í dagsljósið með gamalt, kollótt smalaprik í hendi og slitinn malsekk á baki, — tveir munir, sem fyrir einhverja óskiljanlega tilviljun hafa alltaf geymzt í kjallaranum, — og við höfum séð hann hverfa yfir heiðaröxlina þarna í austri og ekki rankað fyllilega við okkur fyrr en að haustnóttum, farin á ný að temja okkur og þjálfa að háttum menningarinnar, skammbitin í hug yfir því, að innst inni finnst okkur sumarið hafa liðið eins og dýrlegt ævin- týri. Eg roðna með sjálfum mér, þótt ég sitji aleinn í stofunni hérna, þegar mér verður hugsað til þess, að þessi vordagaölvun varaði eitt sinn hjá mér ekki sumarlangt heldur í þrjú missiri, en þið verðið að minnast þess, að ég var þá enn svo ungur. Það var þá, sem ég kynntist Bjarna stórhríð. Við, sem yngri erum og höfum gengið í barnaskóla frá sjö ára aldri og síðan í guð veit hvað marga skóla, vitum auðvitað undir eins, þegar við heyrum nafnið Bröttuhjallar, við hvað er átt. En vegna eldra fólksins, sem eðlilega er miklu fáfróðara um land okkar, vil ég geta þess, að Bröttuhjallar eru ein háskaleg- asta vetrarleiðin hér á landi og liggja austan Eyrarsveitar upp af Hemingsstöðum, bæ Bjarna stórhríðar. Sem sagt réðist ég eitt vor kaupamaður til Bjarna. Ég man, hvað ég var léttur í

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.