Stígandi - 01.04.1944, Síða 5

Stígandi - 01.04.1944, Síða 5
STÍGANDI Apríl—-júní 1944 -II. ár, 2. hefti Stígandi kemur nokkru seinna að þessu sinni en ráð var fyrir gert, og er það mest sökum þess, að hann langaði að stíga þetta nýja spor sitt í nýja jörð undir nýjum himni, ef svo mætti að orði kveða. Þjóðaratkvæðagreiðslan um sambandsslitin og lýðveldisstjórnarskrána er nú um garð gengin, og varð þátttaka í atkvæðagreiðslunni enn almenn- en marga mun hafa órað fyrir. Er þar tvímælalaust langmanndómslegastur hlutur sveitanna, enda munu menn þar minna hafa orðið varir við þann heimskulega og ómenningarlega áróður, sem því miður var af ýmsum rek- inn fyrir kosningarnar. Er sárt til þess að vita, að einmitt þegar þjóðin var í þann veginn að stíga hið örlagaríka og vonandi hamingjudrjúga spor til fullkomins stjórnarfarslegs sjálfstæðis, skyldi múgmennskuriddurum líðast að hamast svo að skynsömum almenningi og raun bar vitni, en hins vegar gleðilegt að sjá, hve þjóðin varð samtaka, þrátt fyrir þessa ómenningarher- ferð. Verður aldrei nógsamlega á það bent, að hið sanna lýðræði og lýð- veldi hlýtur að byggjast á rólegri yfirvegun og athugun almennings á mál- efnum, og það er menningarleg skylda blaða, fyrirlesara og valdhafa að leggja mál sem skýrast fyrir kjósendur, svo að þeir vitkist og þroskist við umhugsun, en afmenntist ekki við einhliða áróður. Sá, er þetta ritar, minnist þess ekki, að nokkurt blaðanna t. d. gæfi hlut- laust yfirlit um helztu atriðin, sem fram komu með og móti sambandsslit- um á þessu ári. Ekkert blaðanna, má ég segja, birtu báðar stjórnarskrárnar, þá gömlu og þá nýju, og skýrðu þannig á einfaldasta hátt breytingarnar. Og þegar svo nýja stjórnarskráin loks kom sérprentuð, var það svo seint, að ekki vannst tími til að koma henni í hendur allra kjósenda, svo að fjöldi manna varð að kjósa um það, sem þeir höfðu aldrei lesið, eða skila auðu ella. Lesandi góður, hvað er kosningarréttur? En sem betur fer, virðist ýmislegt benda til þess, að þjóðin sé nú óbundn- ari ýmsum þröngum og einstrengingslegum sjónarmiðum en oft áður, enda er það sannast mála, að greindum, framsýnum og þjóðhollum einstakling- um, hvar í flokki sem þeir standa, ber oft harla lítið í milli um mörg megin- mál. Vonandi ber þjóðin gæfu til að njóta þeirra vaxtarskilyrða. Þeir tímar eru að baki, að þau orð séu alltaf spádómsorð, að Islands óhamingju verði allt að vopni. Hitt finnst okkur meiri vísdómsorð, að allt- af geti góða menn og guðspjöll séu skrifuð enn, guðspjöll framtakssemi, guðspjöll menningarlegra verðmæta, guðspjöll vaxandi manngildis og þroska. Þess óskum vér öll, að hamingju Islands verði allt til vaxtar. 6*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.