Stígandi - 01.04.1944, Side 10
STÍGANDI
GAMALT LAG"
Mér gengur að hjarta gamalt lag,
sem glitrandi fer um liðinn dag.
Eg heyrði af fógætri, fágaðri örk
eitt flóð af tónum — einn sorgar brag.
Einn einstakan förumann eigin dóm heyja
og að alvalds knjám sig í duftið beygja,
er fótsár af ævinnar eyðimörk
fann einn unaðsblett — til þess að deyja.
Eitt gamalt lag — og ein glitrandi vin;
geislandi vor, undir söngva hlyn
með aðdrætti væringja um opin sund.
Æ önnur í námunda fegurri en hin.
Móðir og bræður á eflingar armi
— og útsýnin jafnframt á glötunar barmi,
Væringjaleit og opin und
í eldum af þrá — og harmi.
Víðfaðma sál, með sár í rót,
er sóttir fram um hver tímamót,
með vaxtarins þrá í innstu eind
og efans trefjar í hverri rót;
ljóma af flugdirfðar fyllsta þori
í fágætri leit að nýju vori,
sindur á mannssálna leyndustu leynd
— og launsár í hverju spori.
Þú áttir þér trú og efa til hálfs.
Fórst einn þína leið til þíns eigin sjálfs,
einstigi þar, sem engin mögn
ná öðru miði en síns eigin sjálfs.
Allra jniði, sem ákalli hlýða
útsævar líðandi, stríðandi tíða.
Með stærstu und þína í stórri þögn
þú steigst fyrir dómara lýða.-----