Stígandi - 01.04.1944, Page 12

Stígandi - 01.04.1944, Page 12
STÍGANDI KONA VÍGA-GLÚMS Hversu fjarstætt er það ekki í sjálfu sér að meta gildi manns eftir því nafni, sem hann ber? Og þó er nafngjöf engan veginn áhrifalaus. Það eru ánægju- legt að heita góðu nafni. Mörg ónefni eru hins vegar vansæmd þjóðar. En engu að síður liggur það í valdi einstaklingsins sjálfs að skapa blæ því nafni, sem hann ber. Það er alveg eins hægt að halda ljótu nafni hreinu og að flekka fallegt nafn. Með þeim hætti skapast hugblær um nöfnin, sem oft og einatt er fullkom- in andstæða við gerð þeirra og ytri svip. íslendingasögurnar eru auðugar að þróttmiklum og glæsileg- um nöfnum, nöfnum, sem hafa geymzt með hverri kynslóð — nöfnum, sem ljóma langt inn í myrkviði liðinna alda eins og björt blys og vekja ást og aðdáun enn í dag, þegar þau eru numin af auga eða eyra. Og svo eru einnig hin nöfnin, sem raunverulega eru eins vel gjörð, en sem vekja hroll og óhugnað vegna þess, að þeir, sem báru þau, stóðu tíðum á öndverðum meiði við svo margt, er telst til fegurðar í lífinu. Þannig fær nafnið eins og ósjálfrátt blæ þess persónuleika, sem ber það í hvert sinn. Nafn og persónugervi verður naumast aðskilið — það hlýtur alltaf að fylgjast að, í samvist, í frásögn og í minning. Það er samtengt og skylt á svipaðan hátt og rót og króna í ríki náttúrunnar. í íslendingasögunum eru mörg nöfn letruð skíru letri. Þess- um sömu nöfnum er löngum á lofti haldið, þegar gerður er sam- anburður á fortíð og samtíð — á persónugildi einstaklingsins á söguöld og á persónugildi einstaklingsins í dag. Þau hafa verið nefnd með lotningu og innileika og hrópuð upp sem hvatning til dáða. En stundum hefir það brunnið við, að beztu nöfnunum hefir verið gleymt, — að sú vera, sem ber þau, hefir horfið í skugga annars persónuleika, sem meira hefir borið á við fljóta yfirsýn. Þannig var það í gær, og þannig mun það verða í dag og á morgun. Ilmríkustu blómin vaxa stundum í skugganum og gullið er

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.