Stígandi - 01.04.1944, Page 14
92
.ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR'
STÍGANDI
ekki hafa staðið algjörlega orðvana andspænis slíkri spurning?
— mundi ekki hafa vitað, að íslenzk kona á söguöld hafði fram-
kvæmt slíkt verk, og að sú kona var eiginkona Víga-Glúms?
Sumir, — ég vil ekki segja margir, hefðu auðvitað ekki heldur
haft hugmynd um tilveru Víga-Glúms. Meginið af skólagengn-
um æskumönnum nútímans virðist vita svo fjarska lítið fram
yfir það, sem letrað er í lærdómsbækur þeirra. Þeir, sem semja
þær bækur, eiga veg og vanda af því, hvað þar er ofsagt eða
vansagt. Og eitt hefir þeim, er ritað hafa sögu þjóðar vorrar í
fræðsluformi, yfirleitt sézt yfir: Þeir hafa látið nafn og athöfn
einnar hinnar siðfáguðustu og prúðustu konu, sem sögurnar
greina frá, liggja í þagnargildi.
A meðan svo er, þarf enginn að undrast, þótt æskan í dag sé
þekkingarsnauð á þessu atriði íslenzkrar sögu. Þeir tímar eru
liðnir, er bernska þessa lands óx við rímnakveðskap og sagna-
lestur, og leit þannig boðorð lífsins í langeldaljóma liðinnar tíð-
ar. Afleiðingin er sú, að nú eru margir af hinni yngri kynslóð
yfirleitt illa heima í fornum, þjóðlegum fræðum — enda þótt
þeir hafi setið á skólabekk vetur eftir vetur. Færri munu þeir nú
vera á meðal hinna yngri, sem leggja stund á lestur fornbók-
menntanna — aðrir en þeir, sem þreyta lærdómsskeið sitt sér-
staklega á þeim vettvangi, og svo einstaka sérvitringur, sem er
svo gamaldags í háttum að setja þessar bókmenntir jafnhátt
öðru lestrarefni, og — ef nokkur munur væri gerður, þá í önd-
vegi.
----------Það er ástæðulaust fyrir mig, að hrósa mér af
minni söguþekkingu. En allt frá því, að ég í bernsku las íslend-
ingasögurnar, hefir nafn Halldóru Gunnsteinsdótturveúð greypt
í vitund mína og orðin, sem Glúmssaga tilfærir eftir henni, ætíð
verið mér ímynd þess aðals, er hin íslenzka afburðakona hefir
borið á öllum öldum.
Og mér er spurn: Hvers vegna hefir verið svo hljótt um þetta
nafn? Hvers vegna hafa sagnfræðingar okkar og skáld ekki lagt
meiri rækt við minningu þessarar konu?
Eitt sterkasta einkenni íslendingasagnanna er, hve þar er
yfirleitt farið fáum en skýrum orðum um menn og málefni. Ein
örstutt setning er oft með þeim áhrifum, að hún gerir annað
tveggja að ljúka upp fyrir lesandanum dyrum að helgidómi, sem