Stígandi - 01.04.1944, Page 15
STÍGANDI
KONA VÍGA-GLÚMS
93
hann þreytist aldrei á að virða fyrir sér og vegsama eða opna
honum innsýn í myrkvastofu, sem hann minnist með hroll-
kenndri óhugnan æ síðan.
Mannlýsingarnar eru meitlaðar af snilld. Ein setning í forn-
bókmenntunum getur leitt lesandann til jafnrar þekkingar á
manngildi sögupersónanna eins og löng æviminning nú, á öld
hinnar örlátu ritmennsku. Örfá orð eru nóg til þess að lýsa ein-
kennum einstaklinganna og skapa um þá minning, sem í viss-
um tilfellum er bundin við annað tveggja: ódauðlega aðdáun
eða ævarandi smán.
I Víga-Glúmssögu er þessari gullvægu reglu fornrithöfunda
trúlega fylgt. Ein eftirtektarverðasta persóna þeirrar sögu, Hall-
dóra Gunnsteinsdóttir, á þar ekki mikið rúm. Hennar er ekki
minnst, nema á einum tveim stöðum í allri sögunni. Það er
hægt að líta lauslega yfir söguna, án þess að taka sérstaklega
eftir þessu nafni. Það er raunverulega ekki nema ein setning,
sem lesandinn getur haft til marks um það, hvílík kona Hall-
dóra Gunnsteinsdóttir var. — Ein örstutt setning — og óbrotin
í sjálfu sér, en þó svo djúpúðug í sínum hljóðláta einfaldleik, að
hún lýkur upp fyrir lesandanum því hjarta, er virðist hafa átt
manngöfgina að einvaldsdrottningu.
---------Halldóru Gunnsteinsdóttur er fyrst getið í sögunni,
þegar hún er gefin Glúmi. Um það segir svo:
„Glúmr tók nú virðing rrúkla í héraðinu. Sá maðr bjó at Lórú
í Hörgárdal, er Gunnsteinn hét, mikilmenni og auðigr, ok taldr
með hinum stærrum mönnum. Hann átti konu bá er Hlíf hét.
Þorgrímr hét son beirra, ok var kendr við móður sína ok var
kallaðr Hlífar-son, fyrir því at hún lifði lengr en Gunnsteinn.
Hon var skörungr mikill. Þorgrímr var mannaðr vel ok gerðist
mikilmenni. Grímr hét annarr son þeirra, er kallaðr var eyrar-
leggr. Halldóra hét dóttir þeirra; hon var væn kona ok vel skapi
farin. Sá kostr þótti vera einhver beztr fyrir sakar frænda ok
mest kunnostu ok framkvæmdar hennar. Þessar konu bað
Glúmr; lézt harm lítt þurfa mundu frænda at segja, ætt sína né
svá fjárhluti eða atferð — „þat mun yðr kunrúgt vera, enn
ráðakost þertna hefi ek mér ætlat, með því at frændr hennar
vilja“. Honum var vel svarat þessu máli; er hon föstnuð Glúmi
með miklu fé, ok gert brullaup þeirra vel. Ok nú er hans ráð
enn virðulegra enn áðr.“ —
Drættirnir í þessari persónulýsingu eru fábrotnir, en hreinir