Stígandi - 01.04.1944, Síða 15

Stígandi - 01.04.1944, Síða 15
STÍGANDI KONA VÍGA-GLÚMS 93 hann þreytist aldrei á að virða fyrir sér og vegsama eða opna honum innsýn í myrkvastofu, sem hann minnist með hroll- kenndri óhugnan æ síðan. Mannlýsingarnar eru meitlaðar af snilld. Ein setning í forn- bókmenntunum getur leitt lesandann til jafnrar þekkingar á manngildi sögupersónanna eins og löng æviminning nú, á öld hinnar örlátu ritmennsku. Örfá orð eru nóg til þess að lýsa ein- kennum einstaklinganna og skapa um þá minning, sem í viss- um tilfellum er bundin við annað tveggja: ódauðlega aðdáun eða ævarandi smán. I Víga-Glúmssögu er þessari gullvægu reglu fornrithöfunda trúlega fylgt. Ein eftirtektarverðasta persóna þeirrar sögu, Hall- dóra Gunnsteinsdóttir, á þar ekki mikið rúm. Hennar er ekki minnst, nema á einum tveim stöðum í allri sögunni. Það er hægt að líta lauslega yfir söguna, án þess að taka sérstaklega eftir þessu nafni. Það er raunverulega ekki nema ein setning, sem lesandinn getur haft til marks um það, hvílík kona Hall- dóra Gunnsteinsdóttir var. — Ein örstutt setning — og óbrotin í sjálfu sér, en þó svo djúpúðug í sínum hljóðláta einfaldleik, að hún lýkur upp fyrir lesandanum því hjarta, er virðist hafa átt manngöfgina að einvaldsdrottningu. ---------Halldóru Gunnsteinsdóttur er fyrst getið í sögunni, þegar hún er gefin Glúmi. Um það segir svo: „Glúmr tók nú virðing rrúkla í héraðinu. Sá maðr bjó at Lórú í Hörgárdal, er Gunnsteinn hét, mikilmenni og auðigr, ok taldr með hinum stærrum mönnum. Hann átti konu bá er Hlíf hét. Þorgrímr hét son beirra, ok var kendr við móður sína ok var kallaðr Hlífar-son, fyrir því at hún lifði lengr en Gunnsteinn. Hon var skörungr mikill. Þorgrímr var mannaðr vel ok gerðist mikilmenni. Grímr hét annarr son þeirra, er kallaðr var eyrar- leggr. Halldóra hét dóttir þeirra; hon var væn kona ok vel skapi farin. Sá kostr þótti vera einhver beztr fyrir sakar frænda ok mest kunnostu ok framkvæmdar hennar. Þessar konu bað Glúmr; lézt harm lítt þurfa mundu frænda at segja, ætt sína né svá fjárhluti eða atferð — „þat mun yðr kunrúgt vera, enn ráðakost þertna hefi ek mér ætlat, með því at frændr hennar vilja“. Honum var vel svarat þessu máli; er hon föstnuð Glúmi með miklu fé, ok gert brullaup þeirra vel. Ok nú er hans ráð enn virðulegra enn áðr.“ — Drættirnir í þessari persónulýsingu eru fábrotnir, en hreinir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.