Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 20

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 20
98 .ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR' STÍGANDI Þess er að vísu getið í sögunum, að konur báru klæði á vopn, tóku þátt í meðalgöngu milli ófriðaraðila, er í óefni var komið, en slíkt virðist fremur hafa skapazt af persónulegri kvöð, en innri hvöt — þess vegna er athöfn Halldóru Gunnsteinsdóttur svo einstæð og aðdáanleg. Hún er eins og ómur frá æðri veröld, sem ekki átti neitt skylt við þá samtíð, sem hann barst til, en sem átti hljómgrunn í því boðorði, sem mannheimi hefir fegurst flutt verið, — boðorðinu: „að gjalda illt með góðu“. Þess er get- ið í sögunum, að þær „váru læknar góðir“. Sjúkir menn og sárir voru faldir í þeirra umsjá og þær „fægðu“ sár þeirra og gerðu þá tíðum heila, enda þótt þeir hefðu hlotið mörg sár og stór. Slíkt er göfugt til frásagnar — en í hvernig persónusambandi voru þessir sjúku menn við hinar líknandi konur? Oftast ástvin- ir þeirra eða þá skjólstæðingar, menn, sem þær höfðu ef til vill sjálfar sent út á orrustuvöllinn — beint eða óbeint. Sögurnar geta ekki um neina konu, sem lagði líkn hinum særðu öllum — „úr hvárra liði, sem þeir váru“, nema Halldóru Gunnsteinsdótt- ur eina. — I einlægri hlýðni við rödd hjarta síns, frjáls í hugsun og fasi gengur hún til orrustunnar á Hrísateigi og leggur mjúk- ar læknishendur á hvert sár, er ekki virðist þegar banvænt. Og samkvæmt siðalögmáli þess, er veitir liðsemd af heilum hug, sýnir hún mesta alúð þeim, sem dýpstu sári er særður, án tillits til þess, hvort hann er andstæðingur eða samherji. Hún bindur um sár hans og veitir honum vernd sína, þar til vopnagnýrinn umhverfis hann er hljóðnaður, þá felur hún hann í hendur fylg- ismanna hans. Það er eftirtektarvert, að Halldóra Gunnsteinsdóttir fer ekki til meðalgöngu, heldur til líknarstarfa. Hún reynir ekki að koma í veg fyrir vopnalögin, heldur gengur til liðs við þá, sem fyrir þeim verða. En sýnir hún ekki með því andúð á þessu athæfi — miklu ákveðnari andúð, en þótt hún hefði borið klæði á vopnin? Og með þessum hætti breytir hún líka rás orrustunnar. Fyrir hlutdeild hennar heldur sá maður velli, sem einkum var valn- um ætlaður. Hinn víkingslundaði Víga-Glúmur, ofurhugaður og grár fyrir járnum, beið ósigur fyrir kærleiksmætti einnar konu. — Blóðhefndarhugur og blikandi brandar gegn læknis- höndum og hjartahlýju, og þau góðu öflin báru sigur af hólmi. — Mat Glúmur þessa verðleika? Laut hann í lotningu sinni björtu brúði og blessaði samfylgd hennar? Nei, hann leit á at- höfn hennar sem brot gegn siðalögmáli samtíðarinnar og bölvun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.