Stígandi - 01.04.1944, Side 30

Stígandi - 01.04.1944, Side 30
108 NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP STÍGANDI „Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor með sólina og blæinn. Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng, og gott var í morgun að heyra þinn söng. Nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og daginn“. Skyn augans, eyrans og tilfinningalífsins hafa þama full- komna jafnaðaraðstöðu í fagnaði lífsins. Og þáttur eyrans, hljómurinn, getur jafnvel komið þar fram í fyrstu röð. „Og einatt sat ég innst við fossinn bjarta og unaðsróma hörpu þinnar naut. Þar söngstu mig að þínu heita hjarta og hug minn allan lagðir þér í skaut. Og mér er síðan þraut við þögn að una og þrái æ að heyra fossa duna“. Og það er ekki söngur vatnanna einn, sem þarna kemur til greina, heldur jafnframt og engu síður fuglasöngur — og „söng- urinn í sálinni“, sem skáldin tala stundum um og í nánu sam- bandi er við hrynjandi máls og einkum ljóða. Líklega hefir enginn seinni tíðar maður haft eins mikil áhrif á íslenzkt mál og Jónas Hallgrímsson og einkum mýkt þess og hlýju. „Astkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu. Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita“. Ljósasta einkenni okkar forna máls er krafturinn, sem oft minnir á leiftursnögg sverðshögg víkingaaldarinnar og leiftr- andi, víðfaðma huganir um leið; skapar stuttar, hnitmiðaðar setningar og kemur einatt fyrir víðtækum sýnum og hugsunum í einu orði. Hin eina breyting, sem orðið hefir til verulegra bóta á málinu, frá gullaldartíð ísl. bókmennta, er aukin mýkt þess og mildi, sem J. H. hefir átt mestan þátt í — en hefir orðið minna úr en efni stóðu til af hans hálfu. Jónas Hallgrímsson bar glöggt skyn á myndasmíði orðlistar-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.