Stígandi - 01.04.1944, Page 32

Stígandi - 01.04.1944, Page 32
STÍGANDI KÁRI TRYGGVASON: BJÖRKIN Sjá, björkin stendur hnarreist úti á hól, í hýrum greinum syngur blærinn ljóð. Þar eiga lítil litblóm vörn og skjól, þar leikur angan megn um gróna slóð. Á daggarnótt um vor, sem fyrrum var, hér vígðu grannar hendur frjóan svörð og grófu litla holu í hólinn þar og hlúðu að mjúkum sprota í rakri jörð. Við röðulskin og regnsins hljóða nið var rótarsprotans þroskakeppni háð, og litla björkin bætti stöðugt við sín blöð og fagurlim af hreinni dáð. Svo liðu sumur, vetur, vor og haust, og vaxtarprúð hún skreytti lágan hól, með beinan stofn svo tigin, há og traust sem tákn þess lífs, er vorsins máttur ól. Nú má hér líta léttklædd börn á ferð, og lítill patti tilkynnir með ró: „Sjá, björkin hennar ömmu er undraverð! Hér eigum v i ð að rækta stóran skóg."

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.