Stígandi - 01.04.1944, Side 33

Stígandi - 01.04.1944, Side 33
STÍGANDI ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON FRÁ SANDI: KONUNGUR ÍSLEZKRA VIÐA — ENDURMINNING. — Morgunsólin hafði fyrir löngu gægzt upp yfir brúnir Tinda- fjalla og roðað Eyjafjallajökul, þegar við risum úr rekkjum í Múlakoti. Ferðinni var heitið suður yfir Markarfljót. Með staf- prik í höndum þrömmuðum við Ragnar Ásgeirsson niður túnið, suður að fljóti og út í það. Smám saman dýpkaði vatnið og herti á straumnum. Hann gróf sandinn undan fótum okkar, ef nokk- uð var staðnæmzt í spori. Við studdumst á stafina til þess að falla ekki fyrir iðunni. Vatnið steig hærra og hærra — á mjaðm- ir, í mitti, undir hendur. Flaumurinn er að svifta okkur fótfestu. Þá grynnist allt í einu —- og fyrr en varir stöndum við báðir á þurru landi, glaðir og hressir eftir svala jökulvatnsins. — Þetta er á fögrum sólskinsdegi vorið 1927. Okkur sækist leiðin vel suður yfir sandana, þó að við höfum vöknað rækilega, enda er sagt, að enginn sé verri fyrir því. Forn- fræg örnefni blasa við augum. Fjöll og hnjúkar sjást í tíbrá hill- inga og bláma fjarlægðar. Hér lifum við upp, í sjón og raun, gamla atburði, frá dögum æskunnar, með Njálu í höndum, er við sáum í huga „skrautbúin skip fyrir landi“, hetjur, sem hræddust eigi dauða sinn og drengi, sem þótti fyrir því að vega menn. Atburðir Njálu rifjast upp, einn af öðrum. Eg les hana á gullnum spjöldum landsins vi,ð ljós frá morgunsól. Mundi það hafa verið hér, sem Skarphéðinn stökk yfir Markarfljót milli höfuðísa og klauf Þráin í herðar niður? — Báðir þegjum við um stund. Loks get ég eigi lengur orða bundizt og segi eitthvað við Ragnar, varðandi þessar fornu frá- sögur. Og þá fæ ég að vita, að hugur hans er gagntekinn af því sama. En um það er ekki hægt að ræða frekar. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Svo nálgumst við undirhlíðar Eyjafjallajökuls og göngum á bökkum þverár einnar, sem kemur þar ofan af hálendinu. Bakk-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.