Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 34

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 34
112 KONUNGUR ÍSLENZRA VIÐA STÍGANDI arnir hækka smám saman og verða að gilbörmum. Sums staðar rennur áin í djúpum gljúfrum. Elfurin heitir Nauthúsaá og gilið Nauthúsagil. Á barmi þess, þar sem gljúfrin eru hvað hrikaleg- ust, stendur stærsta tré á íslandi. Það er reyniviður, einn sér, og hvítur af blómum með grænum, stórum baðmi. Stofn hans er greindur frá rótum. Vex annar aðalstofninn beint upp, en hinn sveigist til hliðar og byggir brú yfir gilið. Ég geng á bálkinum yfir það og horfi niður í djúpið. Óvenju limrík króna, prýdd fjölmörgum blómum, myndar laufhvelfingu yfir höfðum okkar. Ragnar segir, að risinn sé fimm faðma hár og breidd krónunnar þriðjungi meiri. Mig minnir hann segja, að þetta væri mesti reynir á Norðurlöndum. Og annar margfróður maður, (Kofoed- Hansen), taldi hann um tvö hundruð ára gamlan. Ég fylltist lotningu. Hér er auðn og þögn, en þó hrikaleiki og tign. Einn síns liðs stendur hann, konungur trjánna, í skugga Eyjafjalla. Hvernig stendur á vexti hans og valdi? Rétt við gilið, stutt þaðan, sem reynirinn stendur, gengur hell- ir inn í bergið. Þar hefir fé verið haft, og sjást þess glöggar menj- ar. Stór tré eiga sterkar og djúpar rætur. Reynirinn við gilið hefir sent þær í ýmsar áttir neðanjarðar. Ein eða fleiri greinar hafa lagt leið sína inn í fjárhellinn og ekki komið að tómum kofanum. Þangað hefir risinn gamli árum saman sótt sér kosta- fæði. Þó að kalt væri stundum, hefir hann vaxið og haldið velli. Kyngóður hefir hann verið og kjarnmikill. Nú á hann afkom- endur marga í Fljótshlíð og víðar. Fögru reynitrén í Múlakots- garði eru niðjar hans. Við Ragnar kveðjum Nauthúsagil og konunginn þar, garpinn, sem boðið hefir birginn hættum og hretviðrum — og höldum suður á sandana. Ég man ekki lengur samræður okkar, en hygg, að þær hafi snúizt um einstæðinginn við gilið, konung íslenzkra viða. Nú blasir hlíðin við, græn hátt í brekkur með silfurtærum lækjum og hrynjandi fossum. Já, fögur er hún enn, þó að hams- laus eyðingaröfl hafi þar lengi verið að verki. Og aftur fléttast minningarnar saman við sólglitrandi fegurð dagsins. Mér verður starsýnt heim að bænum fræga, „rausnargarði hæstum undir Hlíð“. Þá leggjum við í Markarfljót öðru sinni þennan sama dag og komum, þegar sól er enn hæst á lofti að einhverjum góðbænum innan við Múlakot. Þar var okkur tekið með kostum og kynj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.