Stígandi - 01.04.1944, Side 35
STÍGANDI
KONUNGUR ÍSLENZRA VIÐA
113
um. Voru fréttirnar um för okkar þegar flognar milli bæja í
sveitinni — og þóttu sæta stórtíðindum. „Mennirnir, sem óðu
Markarfljót“, vorum við síðan kallaðir af sumum, og flaug sú
frægð víða á árunum fyrir Alþingishátíðina! En meira þykir
mér samt verð minningin um sjaldgæft ferðalag og ógleyman-
lega fagran dag.
Tíminn flýgur fram. Bráðum eru seytján ár liðin, síðan þetta
var. Reynirinn er fallinn, brotnaði fyrir snjó einhvern veturinn
(1936 eða ’37?) á næstliðnum áratug þessarar aldar. En af-
sprengur hans lifir á gilsbarminum, að sögn, og getur átt eftir að
verða mikill og voldugur eins og meiðurinn gamli. En hans er
saknað, svo er víst. Síðan þetta var, hefi ég séð nokkra væna
reyniviði. Þeir myndarlegustu eru reynirinn í Bæjargilinu í
Skaftafelli í Öræfum, þjóðfræg hrísla, og reynirinn í Eyvindar-
árgili á Fljótsdalshéraði, sem fáir þekkja, en er tvímælalaust
eitt hæsta tré á landinu. Þó var „hríslan“ í Nauthúsagili án efa
miklu stærst. Hún var fyrirbrigði, ef til vill kynlegasti kvistur, í
bókstaflegri merkingu, sem sprottið hefir úr íslenzkri mold á
næstliðnum öldum. í sannleika sagt hefi ég mörgum sinnum
undrazt þroska hins gamla viðar í skugga Eyjafjalla. Og hann
hefir við íhugun orðið mér tákn, ímynd þess bezta, er vaxið get-
ur úr íslenzkri mold, aukið trú mína á gæði hennar og hollustu-
gildi þess að búa í nágrenni við eldinn og ísinn — þrátt fyrir
allt.
8