Stígandi - 01.04.1944, Page 36

Stígandi - 01.04.1944, Page 36
STÍGANDI KRISTIÁN EINARSSON FRÁ DJÚPALÆK: HVER ER EG? Hver er eg, sem skáldsins óði ann utanhrings, og hvergi vinning fann, sæki einn á brattans brunnu fjöll? Bjartur logi skín þar yfir mjöll. Hvíta bál á hverfulleikans slóð, hví hlaut eg ei neista af þinni glóð? Margur sá, er eldinn hefur eygt, ungur fékk sitt blys við logann kveikt, bar það hátt um myrka vegu manns, múgur blindur sá með augum hans, kaus sér, þó að kuldinn hafi níst kyndilburðinn, gæti hann öðrum lýst. Hver er eg, sem aðeins logann sá yzt við sjónhring bjarma á loftin slá, meðan aðrir eldinn hafa sótt upp á fjallið, sigrar hel og nótt? Hver er eg, að halda þrek mitt það? Þrýtur dag, og bráðum skyggir að. Hver er eg, sem hvergi gleði finn, hversdags önnum háður, lifi og vinn takmarks án og yndis, miðar skammt, eldinn, neistann þrái, en hræðist samt? Hver er eg, sem þreyti flóttans för, frá mér sjálfum burt, með ljóð á vör? Eg er draumur löngu liðins manns, lítill glampi af sigurblysi hans.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.