Stígandi - 01.04.1944, Page 37

Stígandi - 01.04.1944, Page 37
STÍGANDI KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: GUNNAR í HÓLUM Nokkru fyrir 1800 réðist ungur maður vestan úr Skagafirði í vist að Saurbæ í Eyjafirði. Þar bjó þá séra Magnús Jónsson, þjónandi prestur. Þessi ungi vinnumaður var Gunnar Jónsson, sem síðar bjó lengi að Hólum í Eyjafirði og var jafnan kenndur við þann stað. Gunnar var fæddur einhvers staðar í Húnavatnssýslu eftir miðja 18. öld. Foreldrar hans áttu fjölda barna. Fór hann ungur að heiman til ættingja eða vina í Skagafirði. Dvaldi hann þar sín uppvaxtar- og þroskaár á mannmörgu efnaheimili, Skíða- stöðum, að mig minnir. Ekki hefi ég heyrt, af hvaða ástæðum Gunnar fluttist til Eyja- f jarðar, en þar dvaldi hann til æviloka. Gunnari var lýst svo, að hann hafi verið rúmlega meðalmaður á stærð og svaraði sér vel, snar í hreyfingum og allvel sterkur, fjörmaður mikill, skjótur til orðs og skemmtinn í viðræðum. Framan af ævinni var hann tal- inn með beztu glímumönnum í Eyjafirði. Sú íþrótt var þá mikið iðkuð þar, sem samkvæmi voru til mannfagnaðar. Falleg og drengileg glíma vakti áhuga allra, eldri og yngri. Brátt komst orð á það, að Gunnar væri hagmæltur í betra lagi eftir því, sem þá gerðist um alþýðumenn. Kvað hann oft tækifærisvísur og lagði mikla rækt við dýra hætti. Það þótti mönnum mikils vert í þá daga. Á þessum árum bjó í Hólum í Eyjafirði aldraður ekkjumað- ur, sem Páll hét. Hann var af góðum eyfirzkum bændaættum. Dóttur átti hann gjafvaxta, sem Guðrún hét. Þótti hún góður kvenkostur. Þau Gunnar felldu hugi saman. Þótti mörgum það með ólík- indum, að vinnumaðurinn í Saurbæ fengi heimasætuna í Hólum fyrir eiginkonu. Þá var sá siður, að ungir menn, sem leituðu ráðahags við dætur betri bænda fengu prest sinn í lið með sér. Sagt var, að síra Magnús í Saurbæ hefði oft verið í slíkum er- indum á ferð. Hann var mikill fyrir sér að auðlegð og afli og 8*

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.