Stígandi - 01.04.1944, Síða 37

Stígandi - 01.04.1944, Síða 37
STÍGANDI KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: GUNNAR í HÓLUM Nokkru fyrir 1800 réðist ungur maður vestan úr Skagafirði í vist að Saurbæ í Eyjafirði. Þar bjó þá séra Magnús Jónsson, þjónandi prestur. Þessi ungi vinnumaður var Gunnar Jónsson, sem síðar bjó lengi að Hólum í Eyjafirði og var jafnan kenndur við þann stað. Gunnar var fæddur einhvers staðar í Húnavatnssýslu eftir miðja 18. öld. Foreldrar hans áttu fjölda barna. Fór hann ungur að heiman til ættingja eða vina í Skagafirði. Dvaldi hann þar sín uppvaxtar- og þroskaár á mannmörgu efnaheimili, Skíða- stöðum, að mig minnir. Ekki hefi ég heyrt, af hvaða ástæðum Gunnar fluttist til Eyja- f jarðar, en þar dvaldi hann til æviloka. Gunnari var lýst svo, að hann hafi verið rúmlega meðalmaður á stærð og svaraði sér vel, snar í hreyfingum og allvel sterkur, fjörmaður mikill, skjótur til orðs og skemmtinn í viðræðum. Framan af ævinni var hann tal- inn með beztu glímumönnum í Eyjafirði. Sú íþrótt var þá mikið iðkuð þar, sem samkvæmi voru til mannfagnaðar. Falleg og drengileg glíma vakti áhuga allra, eldri og yngri. Brátt komst orð á það, að Gunnar væri hagmæltur í betra lagi eftir því, sem þá gerðist um alþýðumenn. Kvað hann oft tækifærisvísur og lagði mikla rækt við dýra hætti. Það þótti mönnum mikils vert í þá daga. Á þessum árum bjó í Hólum í Eyjafirði aldraður ekkjumað- ur, sem Páll hét. Hann var af góðum eyfirzkum bændaættum. Dóttur átti hann gjafvaxta, sem Guðrún hét. Þótti hún góður kvenkostur. Þau Gunnar felldu hugi saman. Þótti mörgum það með ólík- indum, að vinnumaðurinn í Saurbæ fengi heimasætuna í Hólum fyrir eiginkonu. Þá var sá siður, að ungir menn, sem leituðu ráðahags við dætur betri bænda fengu prest sinn í lið með sér. Sagt var, að síra Magnús í Saurbæ hefði oft verið í slíkum er- indum á ferð. Hann var mikill fyrir sér að auðlegð og afli og 8*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.