Stígandi - 01.04.1944, Síða 41

Stígandi - 01.04.1944, Síða 41
STÍGANDI GUNNAR í HÓLUM 119 Sárnaði mörgum vinum Gunnars þetta tiltæki hans og sögðu, að þetta væri í eina skiptið, sem hann hefði misnotað gáfu sína til þess að særa aðra. Vissu þó allir, að Gunnar unni Ingibjörgu dóttur sinni hugástum. Næsta vor fóru þau Tómas og Ingibjörg að búa á Eyvindar- stöðum. Bjuggu þau góðu búi og farnaðist vel. Son áttu þau einn, er Páll hét. Bjó hann á Eyvindarstöðum eftir þeirra dag og þótti greindur og gætinn bóndi. Smátt og smátt sætti Gunn- ar sig við það, sem orðið var. Heimsótti hann oft dóttur sína á efri árum. Tómas Egilsson og Sigríður kona hans bjuggu á einhverjum hluta jarðarinnar með Jóni syni sínum. Þótti hann fremur þroskalítill. Var það til dæmis, að hann gekk alltaf til spurn- inga, þangað til hann var 22 ára. Þá hafði móðir hans útvegað honum konuefni. Sunnudaginn, sem lýst var með þeim í sókn- arkirkjunni, sagði presturinn Jóni, að hann þyrfti nú ekki að koma oftar til spurninga. Kona Jóns hét Guðný, stór og fönguleg og mikil dugnaðar- kona. Var Sigríður svo glöð yfir giftingu sonar síns, að hún sagði, að sér fyndist eins og sólin væri að renna upp í hvert skipti, sem hún Guðný sín kæmi inn á baðstofupallinn. En þá sagði Tómas maður hennar í amasemi sinni: „Ekki kann ég nú við konur, sem eru með klofið jafnhátt bitunum í baðstofunni“. Þeir feðgar voru allir smáir vexti. Eitt af börnum Jóns og Guð- nýjar var Stefán, sem lengi var á Litlahóli í Eyjafirði og látinn er fyrir fáum árum .Þótti hann líkjast mjög föður sínum. Þegar Sigríður, dóttir Gunnars í Hólum, var ung stúlka, leit- aði sá maður ráðahags við hana, sem Jón hét. Var hann dugleg- ur að vinna og þótti búmannsefni, en lítið gefinn að öðru leyti. Ekki líkaði Gunnari sá ráðahagur og neitaði bónorðinu fyrir hönd dóttur sinnar. Mun Jón hafa talið, að Sigríður væri ekki fráhverf sér, ef hún væri ein í ráðum. Haft var það eftir Jóni, að hann hefði sagt við kunningja sinn: „Mig hefði ósköp langað til að eiga hróið hana Sigríði Gunnarsdóttir, en honum Gunn- ari stendur á móti því. Honum getur það, þó að honum sé hallt.“ Síðar giftist Sigríður manni, sem Randver hét. Var hann kall- aður litli Randver, því að hann var mjög smár vexti. Ekki var Gunnar ánægður með þann tengdason, þó lét hann það afskipta- laust. Páll sonur Gunnars giftist Rannveigu Davíðsdóttur frá Arn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.