Stígandi - 01.04.1944, Síða 42

Stígandi - 01.04.1944, Síða 42
120 GUNNAR í HÓLUM STÍGANDI arstöðum. Davíð var bróðir Rannveigar, móður Jónasar Hall- grímssonar skálds. Þau Páll og Rannveig voru jafngömul og kölluð hjónaefni í barnæsku. Sagði Páll síðar, að sér hefði alltaf verið hlýtt til hennar, frá því að hann myndi eftir sér. Rannveig Davíðsdóttir dvaldi í Hrauni hjá frænku sinni og nöfnu svo árum skipti. Svo kom hún heim í átthagana og giftist Páli. Byrjuðu þau búskap á parti af Möðruvöllum. Fluttu síðan að Helgastöðum og dvöldu þar til æviloka. Páll var alvörumaður mikill, trúrækinn og siðavandur við börn sín og heimafólk. Kölluðu sumir gárungar hann „heilaga Pál“, en allir, sem þekktu hann, virtu hann fyrir áreiðanleik og samvizkusemi. Hann var bráðlyndur nokkuð, en iðraðist jafn- skjótt, ef hann missti vald yfir sér og sagði þá oft: „Guð fyrir- gefi mér. Ekki átti ég að reiðast svona.“ Eins hafði hann oft sagt, þegar kona hans var viðstödd, ef honum sárnaði eitthvað: „Blessuð konan mín er að stilla mig.“ Var þá allri gremju lokið. Ekki var þess getið, að Páll væri hagmæltur, en til þess var tek- ið, hvað hann var minnugur á allt, sem hann heyrði og las. T. d. gat hann lesið upp í réttri röð öll guðspjöll kirkjuársins og bibl- íufróður var hann með afbrigðum, og kunnugur var hann forn- sögunum. Magnús, sonur Gunnars, bjó lengi í Ytri-Villingadal í Saur- bæjarhreppi. Kona hans hét Bergþóra, en ekki veit ég um ætt hennar. Magnús þótti skaplíkur föður sínum. Hann var fjör- maður mikill og hagmæltur. Kvað hann oft léttar gamanvísur, einkum þegar hann var við öl. Þá þótti hann ekki laus við glettni. Þegar hann heimsótti Pál bróður sinn, hafði hann gam- an af að stríða honum með því að rengja eitthvað, sem stóð í biblíunni. Það þoldi Páll ekki og andmælti bróður sínum. Mátti hann hafa sig allan við, því að Magnús var hraðmæltur og orð- hagur. Endaði þetta oft með því, þegar Páli fór að sárna, að Magnús fór að hlæja og byrjaði á öðru umtalsefni. Þrátt fyrir þetta var jafnan gott í frændsemi með þeim, því að þeir skildu hvor annan. Ein dætra Páls sagði mér í bernsku, að þeim krökk- unum hefði ævinlega fundist vera hátíð á heimilinu, þegar Magnús kom. „Hann var svo kátur og skemmtilegur, að allir urðu glaðir, sem hlustuðu á hann,“ sagði hún. Jóhannes Gunnarsson bjó á Björk á Staðarbyggð í Eyjafirði. Kona hans hét Lilja. Þegar hann var ungur, þótti hann nokkuð vínhneigður, en vel gefinn og karlmenni í sjón og raun. Þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.