Stígandi - 01.04.1944, Side 44

Stígandi - 01.04.1944, Side 44
122 GUNNAR í HÓLUM STÍGANDI „Lítið þið á þennan stein,“ sagði afi minn. „Gunnar afi minn lét hann þarna eitt vor, þegar við vorum að fara til kirkjunnar, til þess að við gætum stokkið á hann og komizt þurrum fótum yfir lækinn.“ Þessi steinn var að vísu ekkert heljarbjarg, en þó svo stór, að kraftar hafa verið í kögglum þess manns, sem á gamals aldri hóf hann á loft og skorðaði hann fastan, ekki sízt vegna þess að þá var hann spariklæddur og mátti hvorki bleyta föt sín né óhreinka. Steinninn sat í sömu skorðum fram undir 1930. Þá féll mikil skriða í lækinn og umturnaði öllum farvegi hans. Hún tók með sér eða gróf í kaf steininn hjá bakkanum, sem verið hafði veg- arbót gangandi manna á þessari leið, í nærfellt hundrað ár. KRISTINN PÉTURSSON: VITRUN Sofandans eyra ber síðkveldið hljóðlátt seytlandi tónstef úr Bí bí og blaka og hvíslar í kyrrðinni, hvað það sé góðlátt að hafa ekki geíið oss tóm til að vaka. Og svartnættið nemur oss síðan og flytur um svipmikla eilífð. — Unz sterkviðra þytur svífur um tómið og samlúðrar gjalla. Sannlega er einhver á strætinu að kalla: — Sjá, hversu rismálsins sókndjörfu fingur sólstafi rita á náttskála yðar. Geislaflóð dagsins í gluggaþröng niðar, gluggaþröng yðar, sem svefnþornið stingur. Ýtið þér draumþungum álnum til hliðar, áður en sólin er gengin til viðar.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.