Stígandi - 01.04.1944, Side 49
STÍGANDI
,EF EG KYNNI Á ÞVÍ SKIL'
127
Eldr er beztr
með ýta sonum
ok sólar sýn,
heilyndi sitt
ef maðr hafa náir,
án við löst at lifa?
Það er að lifa án þess, að nokkur blettur falli á ævi manns
eða minning, svo sem um Brynhildi skjaldmey var sagt: „Hún
sér at lífi / löst né vissi / ... . vamm þat er væri / eða vera
hygði“. Og gott er vammalausum vera, eigi síður en eiga
heilyndi (o: heilbrigði, dregið af heil— og und=sár). Þetta er
að vera „án (þess) að liia við löst“.
TALSHÆTTIR.
Rétt er að láta eitthvað í ljós, taka eitthvað fram, bera eitt-
hvað eða einhvern fyrir sig (skjöld, afsökun, vitnisburð, sönn-
un), berja einhverju við (einhverri tyllisök, einhverjum smá-
hlutum), berast á banaspjót (eða berast banaspjót eftir).
Rangt er að láta í Ijósi (ungt í íslenzku) taka e-u fram, bera
einhverju við eða fyrir (viðbára er það að bera e-ð við, bera e-ð
móti), berast á banaspjótum.
Rétt er að henda gaman að einhverju, sbr. að þykja gaman
að e-u. Þarna er henda í merkingunni að ná, grípa, t. d. grípa á
lofti.
Rétt er, að einhverjum sé ekki íisjað saman, ekki gerður úr
fisum, — lélegu efni til smíða.