Stígandi - 01.04.1944, Síða 51
STÍGANDI
í ORLOFI
129
þess háttar maður. Fjárfækkun þessi var því ráðstöfun forsjón-
arinnar, en ekki hans.
Eitt þurfti að gera á Völlum vor hvert fyrir sláttinn: reka
saman féð og rýja það.
Dálítið þurfti og að gera á þessu vori vikurnar þar á undan.
Þetta helzt: Aka á túnið áburði, vinna á, gera við langa girð-
ingu, afgirða nýrækt, stinga út, kljúfa, hreykja, bera saman,
ganga frá flagi, ræsa fram votlendi, setja niður kartöflur, sá
rófnafræi, bera ofan í veg, ryðja nýjan.-------
Æ, þessi upptalning er leiðinleg. Já, og svo var það þessi ei-
lífi sauðburður, sem endurtekur sig vor eftir vor og heimtar
hverja stund nætur og daga um mánaðartíma eða lengur —
þetta þegar „bændakjötið“ kemur inn í veröldina, sem góðu
styrkirnir reiknast út á og uppbæturnar.
Svo var það loksins í fyrstu júlívikunni, að við riðum af stað
í samanreksturinn, feðgarnir, á fimmta tímanum árdegis.
Ekki er það lengi talað að rýja þessar ær og gemlinga og
marka dilkaefnin, sem undan höfðu gengið við aðalmörkunina,
hleypa út úr rétt, á hjörð í haglendi, reka til fjalls fáeina tugi
kílómetra og koma hverju lambi undir.
Onei, ekki lengi talað eða sagt. Samt treindist það okkur í
fulla tvo sólarhringa, í tvær nætur og tvo daga.
Við komum heim úr fjárrekstrinum á tíunda tímanum fyrir
hádegið.
Enn jarmar fénaður í sífellu inni í hlustunum. En það skilur
enginn maður, sem ekki hefir sjálfur verið í rekstri, hvernig
blessaðar skepnurnar geta látið til sín heyra þar, staddar inni í
afrétt um fjörutíu kílómetra burtu. Meee, segja þær dimmradda
og rámar, lambamæðumar — meeee. Og fjáræskan, það er að
segja lömbin, tekur undir mjóróma og hás eins og í stekk.
Ég spretti af hesti mínum á hlaðinu og Jón faðir minn af sín-
um hesti. Svo vörpuðum við hnökkunum upp í loft á varpann
til þerris og viðmnar.
Hæg sunnanátt leið um jörðina, heit af sólskini. Vallatún lá
iðgrænt með flekkja-grasi fyrir fótum okkar.
— Nú er ljótt að eiga ekki hey í þurrkinn, sagði stórbóndinn.
Það er eins og þar stendur: allt í djöfli og óreiðu, amboðin ótil-
sett, en grasið komið og þurrkurinn.
Næst var að mjólka kýrnar, þvi að enn stóðu þær troðinjúfra
á básunum, greyin.
9