Stígandi - 01.04.1944, Page 52
130
í ORLOFI
STÍGANDI
— Ó, sagði Jón Jónsson aftur og setti skilvinduna af stað, ó,
að eiga ekki hey í þennan guðsgjafarþurrk. Svona getur hann
orðið í heila viku eða hálfan mánuð, svo komið óþurrkur og
aldrei þomað af strái til veturnótta. Á hálfum mánuði mastti
hirða allt túnið hérna, slá og hirða, ef maður hefði lið. Ó, svona
þurrkur á túnaslættinum og ekkert stráið laust!
— Sæktu Brún og Mósa, sagði ég við húsbóndann, og láttu
aktygin á þá. Menn þurfa sjaldan að sofa mikið í sveitinni á
vorin. Sólarljósið er betra en svefn og fullt af bætiefnum.
Ég tók ljáinn og lagði hann á hjólið.
Hér er túnið, og áin Iða hnígur fram með því, hvít og blik-
andi eins og silfur og gull. Þrjátíu kynslóðir íslands hafa erjað
þetta tún. Sú þrítugasta kom með nýjan plóg og herfi og græði-
magn í stórum pokum frá útlandinu og réðist á þýfið með hest-
afli og mótorkrafti og umbylti öllu í eina flatneskju. Rennslétt-
ur töðuvöllur með sáðgrasi og smára, blómgresi og ótal öðru,
kafgras, breiðir sig móti morgunsólinni, sem situr uppi björt og
skínandi.
— Ho, ho, ho, hott, segi ég við þá Brún og Mósa, ho, ho, ho,
og hristi stjórnartaumana eggjandi.
Hjól snúast og ljárinn tekur kipp til sinna athafna. — Ho, ho,
hott. Og eggjámið klippir gras hring eftir hring. Ég er að vélslá
grösugasta blettinn í túninu, losa í þurrkinn.
Upp úr slægjunni rís ilmur og stígur i himininn, safalykt úr
hrárri töðunni.
Yztu hringirnir af slægjunni taka að lýsast ofan í hitanum.
Þá gengur maður út úr bænum með hrífu í hendinni, veður-
barinn og álútur, þó hvatlegur í spori af áhuga og festu. Það er
óðalsbóndinn. Áðan lagði hann sig fyrir í öllum klæðum og svaf
í klukkutíma, líkt og fugl, sem blundar augnablik með nef undir
væng. Nú kemur hann í slægjuna að flekkja.
Sólin fer hækkandi. Svo lækkar hún aftur og dagurinn líður
eins og aðrir dagar. Slægjuhringirnir fjölga og hestarnir letjast
við sláttinn.
Bifreið kemur brunandi innan veg. Það var um sjö-leytið.
Brún og gljáandi bifreið og fer eins og fugl fljúgi. Ég fékk sting
í hjartastað, því að líklega vita þeir ekki, sem þar em, að nýi
vegurinn endar við djúpa gróf hérna ofan við túngarðinn. Ég
stöðvaði sláttuhestana og reyndi að veifa. Og á fremsta barmi
glötunar stöðvaðist hún eins og fjötruð í jörðina. Mér létti.