Stígandi - 01.04.1944, Síða 52

Stígandi - 01.04.1944, Síða 52
130 í ORLOFI STÍGANDI — Ó, sagði Jón Jónsson aftur og setti skilvinduna af stað, ó, að eiga ekki hey í þennan guðsgjafarþurrk. Svona getur hann orðið í heila viku eða hálfan mánuð, svo komið óþurrkur og aldrei þomað af strái til veturnótta. Á hálfum mánuði mastti hirða allt túnið hérna, slá og hirða, ef maður hefði lið. Ó, svona þurrkur á túnaslættinum og ekkert stráið laust! — Sæktu Brún og Mósa, sagði ég við húsbóndann, og láttu aktygin á þá. Menn þurfa sjaldan að sofa mikið í sveitinni á vorin. Sólarljósið er betra en svefn og fullt af bætiefnum. Ég tók ljáinn og lagði hann á hjólið. Hér er túnið, og áin Iða hnígur fram með því, hvít og blik- andi eins og silfur og gull. Þrjátíu kynslóðir íslands hafa erjað þetta tún. Sú þrítugasta kom með nýjan plóg og herfi og græði- magn í stórum pokum frá útlandinu og réðist á þýfið með hest- afli og mótorkrafti og umbylti öllu í eina flatneskju. Rennslétt- ur töðuvöllur með sáðgrasi og smára, blómgresi og ótal öðru, kafgras, breiðir sig móti morgunsólinni, sem situr uppi björt og skínandi. — Ho, ho, ho, hott, segi ég við þá Brún og Mósa, ho, ho, ho, og hristi stjórnartaumana eggjandi. Hjól snúast og ljárinn tekur kipp til sinna athafna. — Ho, ho, hott. Og eggjámið klippir gras hring eftir hring. Ég er að vélslá grösugasta blettinn í túninu, losa í þurrkinn. Upp úr slægjunni rís ilmur og stígur i himininn, safalykt úr hrárri töðunni. Yztu hringirnir af slægjunni taka að lýsast ofan í hitanum. Þá gengur maður út úr bænum með hrífu í hendinni, veður- barinn og álútur, þó hvatlegur í spori af áhuga og festu. Það er óðalsbóndinn. Áðan lagði hann sig fyrir í öllum klæðum og svaf í klukkutíma, líkt og fugl, sem blundar augnablik með nef undir væng. Nú kemur hann í slægjuna að flekkja. Sólin fer hækkandi. Svo lækkar hún aftur og dagurinn líður eins og aðrir dagar. Slægjuhringirnir fjölga og hestarnir letjast við sláttinn. Bifreið kemur brunandi innan veg. Það var um sjö-leytið. Brún og gljáandi bifreið og fer eins og fugl fljúgi. Ég fékk sting í hjartastað, því að líklega vita þeir ekki, sem þar em, að nýi vegurinn endar við djúpa gróf hérna ofan við túngarðinn. Ég stöðvaði sláttuhestana og reyndi að veifa. Og á fremsta barmi glötunar stöðvaðist hún eins og fjötruð í jörðina. Mér létti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.