Stígandi - 01.04.1944, Page 54

Stígandi - 01.04.1944, Page 54
132 í ORLOFI STÍGANDI — Fara? Ekkert. Við erum bara í fríi, í sumarleyfi, í orlofi, drengur. Svo erum við í fjallaferðum að skoða landið og jökl- ana og árnar og fossana og piltana. Það var Gógó,sem talaði. Hún sýndi mér buxurnar sínar og skóna. — Sko. — Það er létt að ganga í þessu, sagði Bíbíbí. Við erum bún- ar að fara yfir sjö stór fjöll í dag og mörg, mörg minni fjöll og öræfi og orðnar dauð-uppgefnar. — Og svangar, bætti Gógó við. Mig langar bara að borða þig, piltur minn, af því að þú ert sætur og indæll, ef þú bara kynnir að tala. Er ekki til skyr og rjómi og mjólk og steik og lax og hangiket? — Við skulum bara tína ber í brekkunni, sagði Bíbíbí, aðal- bláber, þau eru svo voða, voða góð. Má það ekki? — Jú, sagði ég, en þið þurfið bara að bíða hérna hjá mér í mánuð eftir því, að þau vaxi í brekkunni. — Líttu á, sagði Gógó, líttu á, líttu á, hann talar drengurinn. En heyrðu! Megum við ekki fara heim og finna fólkið og kaupa rjóma og skyr og hangiket? Ég svitnaði af blygðun. — Það er ekkert fólk í bænum, stam- aði ég. — Ekkert fólk, sagði Bíbíbí, ekkert fólk í þessu stóra og fallega húsi? Þú meinar það ekki. Nú veit ég: Það er í fríi. Að allir skuli fara í frí í einu. Ekki gerum við það. Við förum til skiptis, svo ekki þurfi að loka. Nú eygði ég smugu og útgöngudyr og ásetti mér að bjarga sóma heimilisins. — Ég slæ, sagði ég, og gamli maðurinn þarna hagræðir hey- inu og þurrkar. Annað fólk er ekki á bænum eins og stendur. — Blessað fólkið hefir brugðið sér í orlof í góða veðrinu, sagði Gógó með skilningi. Okkur varðar ekki um það, Bíbíbí mín. Við tefjum fyrir með þessu. Við tefjum fyrir manninum með þessu, sérðu. — Nei, sagði ég og hlýnaði allur innan af hluttekningunni. Ég er að hætta slætti í dag. Gjörið svo vel að ganga heim. Ein- hver ráð verða með skyrið og rjómann, þó að kvenfólkið sé fjar- verandi. Svo gaf ég Mósa orlof og Brún sumarleyfi, báðum í slægjunni, eða óslægjunni, bara eftir því hvort þeir kusu sér heldur. Við gengum svo heim öll saman, nema Jón Jónsson íslands- bóndi. Honum þokaði enginn mannlegur máttur.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.