Stígandi - 01.04.1944, Síða 56

Stígandi - 01.04.1944, Síða 56
134 I ORLOFI STÍGANDI — Ja, er það nú brandari! Að þið skulið ekki veiða ykkar laxa sjálfir og borða þá. Það eigið þið að gera, eða það hefði mér funst. Gógó sneri sér við með gusti, og mér fannst ástarút- litið f jara úr augunum af vanþóknun á sveitamenningunni. Nú var skyrið til og rjóminn, og kona forstjórans þurrkaði af diskunum. Svo báru þær á borð. — Að hafa ekki hótel hérna einhvers staðar, sagði Gógó, og mega fara að sofa og hvíla sig, ó! Röddin var aftur söm og áður en syndafallið varð út af laxinum og „sveitaketinu“. — Það er hægt að hýsa fólk á bæjunum, sagði ég. Hér eru nóg rúm. Fólkið er ekki sá fjöldi eins og stendur. — En hvað þú getur verið huggulegur og allt myndarlegt hjá ykkur. Ég er svo þreytt. Bíbíbí, Bíbíbí, hugsa sér! Hann er að bjóða okkur rúm að sofa í, þessi elska. Hark heyrðist úti fyrir og Jón Jónsson eldri rak kýrnar í hlaðið til mjalta. Ég hljóp út að hjálpa kúrekanum að binda á básana. Hann hafði tvo hesta í taumi, brúnan og mósóttan með aktygjum. — Svona gengur þú frá hestunum í túninu og hleypur frá hálfslegnum hólmanum, sagði húsbóndinn. Áttu þeir að standa þarna í nótt eiginlega? Svo henti hann í mig taumum og fór að mjólka kúaeignina. Ég háttaði seint. Lök og ver á sængu'r og kodda og allt tilheyr- andi sængurbúnaði heldra fólks varð ég að draga saman úr ýms- um stöðum í bænum. Gamla konan strauk og sléttaði. Ung- frúrnar voru hið eggjandi afl fyrir mig að hafa allt sem myndar- legast. Stundum aðstoðuðu þær okkur ofurlítið með litlu fingr- unum. Klukkan sex næsta morgun vaknaði ég og klæddi mig, tók upp eldinn, bakaði pönnukökur og hitaði kaffivatn, mjólkaði kýrnar og rak i haga. Úti var sama blíðan, hitinn og þurrkurinn. Faðir minn var kominn í flekkinn að snúa, þegar ég kom úr kúarekstrinum. Hann gekk í veg fyrir mig, ógreiddur vinnujálkur með vikuskegg og heldur larfalegur. Ekki gat ég verið upp með mér af honum þá stund. — Það er óskemmtilegt að eiga hólmann ósleginn, sagði hann. Ég lagði á hestana. Meira var það ekki. Og bóndinn sneri sér aftur að þurrkinum. Nú sá ég að þeir stóðu í tjóðri ofan við garð, hestarnir, og biðu síns vitjunartíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.