Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 57
STÍGANDI
í ORLOFI
135
Jón þessi Jónsson hafði aldrei á sláttuvél stigið. Og því var.
Eg hraðaði mér í bæinn og fór að raka mig, klæddi mig svo í
sparifötin yzt og innst.
Ég var að enda við þetta, þegar Gógó birtist í eldhúsdyr-
unum.
Fögur var hún í gærkvöldi, en hvað er það hjá þessu? Hún
er ekki lengur í buxunum, er nú í rauðum kjól úr einhverju fínu,
mjúku og gljáandi. Manni getur litist vel á ungar stúlkur í bux-
um, en enginn elskar þær fyrr en þær koma í kjólana.
Hún var útsofin og endurnærð eftir áreynslu ferðalagsins á
öræfum íslands. Þá voru augu hennar með hitabliku, en dauf.
Nú eru þau skær og brennandi eins og sólargeislar um miðjarð-
arlínu. Og varirnar eins og rauðasta rós. Enda hafði hún brugðið
í munn sér broddi nokkrum, sem umbreytti þeim eins og í
blómstur á vordegi, sem er lifrautt. Æskan ljómaði af henni og
lífsþrótturinn.
— Góðan daginn, sögðum við bæði, og rödd hennar leið um
mig eins og áfengi. Kaffið sauð.
— Jasja, segir hún. Hvar eru bollapörin? Ég get ekki séð, að
þú gerir allt.
Ég opnaði skáp yfir borðinu. í efstu hillunni var sett af postu-
línsbollapörum, alveg uppi við loft. Ég fór að teygja mig upp í
hilluna.
— Nei, nei, segir Gógó, lof mér, lofaðu mér að gera eitthvað.
Svo tiplaði hún upp á bekkinn og studdi um leið á öxlina á mér.
Hún orkaði ekki að klífa brattann öðruvísi.
Og bollapörin komu sígandi ofan úr hæðunum. Óóh, þetta er
svo agalega, voða, voða hátt, segir hún, ég alveg fótbrotna
að stökkva. Um leið studdi hún á herðarnar á mér og beygði sig.
— Ekki að brjóta litlu fæturna, segi ég, ekki brjóta fætuma,
ekki brjóta. Og fjaðurmagn hennar eins og gufaði úr vöðvunum
og stælingin. Ég tók yfir um hana, svo að hún félli ekki og hrap-
aði og bar hana eins og krakka niður á jafnsléttu.
— Hiií, óoh, skríkti hún og hló á meðan og hélt vanga mín-
um inn að brjóstunum. Síðan kyssti hún mig með rauðu vörun-
um lengi, lengi, lengi.
— Elskulega, sagði ég, engin einasta getur heitið eins fallegu
stúlku-nafni og þú. Það hljómar eins og ástarkvæði.
Um hádegisbilið voru gestirnir búnir til brottferðar.
Áðan heyrðust högg úti í gömlu smiðju. Bóndinn var að