Stígandi - 01.04.1944, Side 59

Stígandi - 01.04.1944, Side 59
STÍGANDI I ORLOFI 137 — Nú er mitt sumarleyfi, segi ég, frí og orlof, og hagræði mér við hliðina á sendiboða lífsgæfunnar. Nú er að skoða fjöllin og fossana, árnar og dalina. — Og stúlkurnar, eins og guð gekk frá okkur, sagði Gógó til viðbótar og sendi mér eld gegnum kjólinn. En hvað þú ert al- mennilegur að fylgja okkur svona, fiks og riddaralegur yfir aug- unum eins og sjóliði. Hér hvílumst við í sætinu breiðu og mjúku, nærri eins og í rúmi. — Ungi maður, sagði forstjórinn og dró upp flösku með skrautmiðum og sólarljóma að innihaldi. Ungi vinur! Einn grá- an fyrir ágætan beina og næturgisting. — Dömunni, sagði Gógó, þegar ég hafði tekið vænan teyg. Sumar þurfa ekki að biðja eða bíða eftir atlætinu, hvíslaði hún svo enginn heyrði nema ég og fyrirgaf mér á sömu stundu. Og flaskan leið frá munni til munns og ljósgjafinn lækkaði til botns, en sólskinið hækkaði í sálunum að sama skapi. Mér fannst vængir taka að vaxa út úr herðunum og flogið gat ég upp í himininn, ef bílhúsið hefði ekki haldið mér niðri. Þá brauzt flug andagiftarinnar fram í kórsöng, sem leið út yfir landsbyggðina: Osköpin á unga fólkið gott, fallera, það trúlofar sig aðra hverja nótt, fallera, gangi úr skafti ein og önnur ást, fallera, er annar til og aðrar fást, fallera. — Er ég samt ekki sá eini og fyrsti, hvíslaði ég og þrýsti unnustunni að mér. — Óo, sveitabárður, sagði hún, og kjánadrengur. Jú, auð- vitað. Bara hin hafa það svona. Svo skríkti hún innilega eins og kanarífugl á eggtíma, þessi elsku, hjartans. Vorið kveikir líf um öræfin, og blómin gróa og mettast fjör- efnum júlídagsins, fénaður, fuglar, villidýr og mannsins börn. Og bifreiðin okkar rann lökkuð og gljáandi veg af vegi, lengra og lengra inn á akvegakerfi íslands.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.