Stígandi - 01.04.1944, Side 64
142
SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN STÍGANDI
syðstur bæja í Skagafirði. En Hjálmar fékk leyfi sýslumanns Skag-
firðinga, Guðmundar Björnssonar, síðar Barðstrendinga yfir-
valds, sem settur var fyrir sýsluna þetta sumar, til að hafa mig í
verðinum á eigin ábyrgð við og við um sumarið á meðan hann
gegndi nokkrum nauðsynlegum störfum heima. Þá er vörður
hófst, stóðu fyrir dyrurn fráfærur og sumarkauptíð. Var ég því
fyrstu 14 dagana þar efra. Og síðar um sumarið var ég þar tvisvar
fáa daga i senn. Auk þess flutti ég matföng til þeirra félaga um
sumarið nokkrunr sinnum.
Þriðjudaginn 14. júní lögðum við Björn af stað í útivist þessa.
Ég var fullur eftirvæntingar. Nú gafst mér færi á að kanna nýjan
heim og lifa þar um stund við lítt jrekkt kjör, heim, sem ég hafði
heyrt gangnamenn segja frá og lýsa og ég liafði oft horft til lang-
þráðum augum af fjallshrúnum Vesturdals. Veðrið var gott, að-
eins lítil norðankæla og þykkt loft. Við höfðum sinn hestinn hvor
til reiðar og flutning, svo sem vistir, tjald og fatnað á hinum
þriðja. Fórum við upp úr Vesturdal hjá Þorljótsstöðum, og svo
venjulega gangnamannaleið suður hálendið. Björn var alveg
ókunnugur þarna, en ég hafði einu sinni komið upp að Efribökk-
um en ekki lengra. Er Jrá komið nokkuð inn fyrir efstu drög Vest-
urdals, og um það hil hálfnuð leið frá byggð til jökuls. En ég
Jjekkti lítillega afstöðu Jjar suður, og auk þess hafði Hjáhnar lát-
ið okkur fá lauslegan uppdrátt eða riss af landslaginu, er lengra
kom inn á öræfin, til stuðnings og leiðbeiningar.
Við héldum nú för okkar áfram viðstöðulítið að gangnamanna-
kofa, sem er norðvestur við Orravatnarústir. Opnast þar meiri sýn
til suðurs. Var nú komið fram undir miðnætti, en um kl. 3 höfð-
um við lagt af stað úr byggð. Himininn var að mestu heiður orð-
inn og blikuðu jöklarnir í suðri fagurlega. Við áðum nú þarna og
lögðum okkur til svefns, en notuðum Jjó ekki kofann né nenntum
að leysa upp tjaldið. Laust eftir sólaruppkomu, — en sólin kemur
snemma upp þarna um þetta leyti árs, — vöknuðum við með
hálfgerðum hrolli, Jrví að næturkul var nokkurt, þótt veður væri
gott. Varð ekki meira um svefn hjá okkur, enda dróst nú athyglin
að útsýninu, sem var undra stórfenglegt og fagurt Jjarna í morg-
unljómanum. Og að eyrum okkar barst margraddaður, liljómþýð-
ur fuglasöngur sunnan úr Rústunum. Var Jretta hrífandi morgun-
stund. Er þarna vítt og mikið mýrlendi, margar smátjarnir og
einnig stærri vötn, Reiðarvötn, Orravatn, og auðugt fuglalíf á
sumrin. Þar var alkunnugt grasatekjuland í ganrla daga. Annars