Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 69
STÍGANDI
SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN
147
hafa komizt austur yfir varðlínuna um sumarið. Lögðu þær í
Héraðsvötn á Dalseyrunum, að ætlað var, laustfyrirgöngurnar, er
nótt var orðin dimm. En að engri sök kom það.
Sumarið 1937, eftir þriðjung aldar, gisti ég Polla í annað sinn,
þá sem gestur. Það var af óvæntu atviki, og óhamingjusömu að
vísu. Þjóðin bar ekki gæfu til að vörðurinn 1904 skyldi verða
hinn síðasti í glímu liennar við sauðfjársjúkdóma. Nýjan vágest
hafði horið að garði hér, geigvænni öllum fjárkláðafaraldri, að
því er virðist. Það er hin svonefnda mæðiveiki, sem enn er bar-
izt við, vonlítilli baráttu. Til að hindra útbreiðslu hennar voru
girðingar settar upp víða og verðir skipaðir hér og þar, þar á
meðal við Héraðsvötn og Austari-Jökulsá. Var hann með sama
hætti og hinn fyrri, skipaður 9 manna sveit auk brúarvarða, sem
nú voru nauðsynlegir. Efstu varðmennirnir tveir héldu enn til
í Pollum. Einn af gömlu varðmönnunum, Gísli Gíslason, tók
þátt í verðinum sem brúarvörður. Við þessa frétt vöknuðu hjá
mér minningar frá sumrinu 1904 svo sterkar, að þetta tækifæri
til að heimsækja fornar varðstöðvar gat ég ekki látið ónotað.
Ég var þá fyrir löngu fluttur til Akureyrar. Fór ég með áætlun-
arbifreið vestur að Silfrastöðum sunnudaginn 8. ágúst. Þaðan
gekk ég fram austan Vatna og náði að Skatastöðum í Austurdal,
gömlu bernskuheimili mínu, um kvöldið, en þar er kláfur á
Jökulsá. Gisti ég þar lijá góðum kunningjum, og léðu þeir mér
hest daginn eftir að varðstöðvunum á Keldudal. Þar héldu vörð
Ólafur Jóhannsson bóndi á Miklabæ — nú látinn — og Hrólfur
Þorsteinsson bóndi á Stekkjarflötum, livorutveggja frískleika-
menn og árvakrir. Við Hrólfur vorum leikbræður í æsku, er við
sátum hjá ám á sumrin, hann á Hofi í Vesturdal, en ég á Þor-
ljótsstöðum. Er hann orðlagður göngugarpur og þrautreyndur
fjárleitarmaður um hina löngu og viðsjálverðu Nýjabæjarafrétt.
Þess má geta, að liann hefir nú verið varðmaður í öll þau 7 sumur,
er mæðiveikisvörðurinn hefir verið haldinn, þar af 6 suður í
óbyggðum. Eg gisti um nóttina hjá þeim félögum, en á þriðju-
dagsmorguninn fylgdi Hrólfur mér á hestum suður að Orravatna-
rústum. Þaðan gekk ég suður í Polla og var kominn þangað laust
eftir liádegi. Fannst mér þá ég hafa náð löngu þráðu marki.
Á meðan ég beið heimkomu varðmanna, lét ég hugann reika
10*