Stígandi - 01.04.1944, Page 72

Stígandi - 01.04.1944, Page 72
STÍGANDI GRÍMUR SIGURÐSSON: NOKKUR ÖRNEFNI í LANDNÁMI EYVINDAR LOÐINSSONAR. Gunnsteinar og Ódeila. Á uppdrætti herforingjaráðsins danska stendur nafnið „Ó- deila“ við fjallið sunnan Austara-Hvanndals í Eyrarfjalli, eða réttara sagt, á mörkum Eyrarfjalls og Víknafjalla. í tímaritinu „Dvöl“ birtist fyrir skömmu snjöll grein um Kinnarfjöll eftir Þóri Baldvinsson. í grein þeirri getur „Ódeilu" í Kinnarfjöllum. Þar er, fyrir víst, „Ódeilu“-nafnið á fjallinu sunnan Hvanndala tekið gott og gilt og þá farið eftir uppdrætti herforingjaráðsins. Þetta fjall getur þó naumast talizt til Kinnar- fjalla. — En hvað um það; hitt er víst, að Ódeilunafnið hefir aldrei fyrr en nú á korti herforingjaráðsins verið tengt þessu fjalli. Það er einnig í mesta máta óheppilega til fundið að festa Ódeilu- nafnið við Jretta fjall; það liggur í augum uppi, þegar athuguð er urnsögn Landnámu um Ódeilu og afstöðu landnáma Eyvindar Loðinssonar og Þóris snepils. í Landnámu segir svo um landnám í Flateyjardal: „. . . . en Eyvindur son hans (Loðins önguls) nam Flateyjardal upp til Gunnsteina ok blótaði þá; þar liggur Ódeila á milli ok landnáms Þóris snepils. . . .“ Um landnám Þóris snepils segir: ,,. . . .Þórir nam síðan Hnjóskadal allan til Ódeilu. ..." Hvar eru þá Gunnsteinar og hvar er Ódeila? Frásögn Landnámu bendir ótvírætt til þess, að Gunnsteinar hafa verið á endamörkum landnáms Eyvindar. Hann nam land „upp til Gunnsteina". Á Gunnsteinum hafði Eyvindur helgi „ok blótaði þá“. Eflaust hefir hann framið blótin uppi við Gunn- steina. Á innanverðri Flateyjardalsheiði, í „gilinu" við Finnboga- kamb, gengur all-sérkennileg klettabrík fram í gilið og til norð- austurs. Milli bríkur þessarar og gilbarmsins að austan myndast kriki. Kriki þessi nefnist „Véskvíar".

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.