Stígandi - 01.04.1944, Síða 74
152
NOKKUR ORNEFNI
STÍGANDI
Oddakofi.
í landi Brettingsstaða á Flateyjardal, allhátt uppi í fjalli, norð-
arlega og neðanvert við fjallið Mosahnjúk, á svonefnduxn Efri-
mýrarsundum, sunnanvert í hæð, sem lieitir Stórhæð, er örnefnið
Oddakofi.
Þetta örnefni er eflaust gamalt, því að engan vott sér þess nú,
að þar hafi kofi staðið.
Sú er sögn um þennan stað, að endur fyrir löngu liafi maður
að nafni Oddi reist þar kofa og búið í um skeið sem einsetumað-
ur. Síðan heitir þar Oddakofi.
Fram á síðustu ár hefir örnefnið Oddakofi ekki verið tengt við
Stjörnu-Odda í sögnum hér, enda var Stjörnu-Oddi til skamms
tíma ekki svo kunnugur almenningi á þessum slóðum.
Þýzkir stjörnufræðingar, sem voru á ferð hér fyrir stríð það,
er nú geisar, voru meðal annars að grennslast eftir sögnum um
Stjörnu-Odda og komu í því skyni til Flateyjar. Þar höfðu þeir
ekki upp á neinu og voru snúnir til Húsavíkur, en fréttu þá urn
örnefnið „Oddakofi“ á Flateyjardal, lögðu þeir þá leið sína vestur
aftur til að athugá staðinn.
Þetta sýnir, að vísindamönnum þessum þótti nafnið athyglis-
vert, og má vera, að svo sé, þó nú verði ekki um uppruna þess
vitað utan það, sem felst í munnmælasögn þeirri, sem getið er
hér að framan.
Dysjahólar.
Utan og neðanvert við túnið á Brettingsstöðum á Flateyjardal
eru nokkrir smáhólar, sem heita „Dysjahólar“. Hólar þessir eru
á mörkum harðvellis og mýrar og eru nú aðeins lág hróf, ekki
ólíkt Jiví að sigið hafi í jörð.
í þessum hólum eiga Brettingssynir að vera heygðir; en þeir
féllu fyrir Finnboga hinum ramma, er þeir gerðu honum fyrir-
sát á Flateyjardalsheiði við Finnbogakamb, senr frá er sagt í
Finnbogasögu.