Stígandi - 01.04.1944, Síða 75
STIGANDI
DR. ROBERT MAYNARD HUTCHINS:
TÓMSTUNDIR - ÞJÓÐFÉLAGSÞROSKI
Sannasti mælikvarðinn á menntun einstaklinga er, hvernig þeir verja
tómstundum sínum. Forngrikkir sögðust vinna til þess að öðlast tómstund-
ir. En af orði því er hjá þeim táknaði hugtakið tómstund, er komið orðið
skóli.
Þeir litu ekki svo á, að vinna bæri til þess að afla fjár til bíóferða eða
baðstaðalífs. Vinnan var í þeirra augum nauðsynleg til að afla þeim að-
stöðu til fræðslu, íhugunar og til að gegna borgaralegum skyldum. Og af því
að þeir vörðu tómstundum sínum á þennan hátt, þá urðu þeir leiðtogar og
kennifeður allra þroskasækinna kynslóða.
Grikkir litu svo á, að markmið lífsins væri hamingja. Hamingjan fælist
fyrst og fremst í þroskun æðri eiginleika mannsins, og þessi þroskun ynnist
við fræðslu, íhugun og virka þátttöku í félagslífi, og sá, sem hafði þær fáar
sem engar, var tæpast talinn til manna.
Tómstunda sinna öfluðu Grikkir sér með þeim hætti, sem við teljum
ekki lengur réttmætan. Þeir létu þræla vinna fyrir sig. Þrælar voru ekki
taldir til manna.
Hugsuðir Grikkja héldu því fram, að þar eð tómstundir væru hverjum
manni nauðsynlegar til þroskunar mannrænum hæfileikum sínum, gætu
þeir, sem engar tómstundir hefðu, er gæfi þeim tækifæri til fræðslu, um-
hugsunar og þátttöku x stjórn borgríkisins, ekki talizt hæfir sem borgarar
lýðríkis, væru ekki menn.
í nútíma-þjóðfélagi er litið á tómstundir sem almenn mannréttindi. I
stað þræla eru vélarnar komnar. Vinnustundum fækkar sífellt. Tómstund-
ir eru ekki lengur forréttindi fárra, heldur sjálfsagt keppikefli allra. Þessi
þróun mun halda áfram. Og eftir þetta stríð mun margt nýtt koma fram á
sviði tækninnar, sem enn dregur úr vinnuþörf mannsins við likamlegt
erfiði.
Eg hygg, að mannkynið standi nú við upphaf en ekki endi byltingar
vísindanna. Framleiðslan mun gerast enn tröllauknari, kröfurnar til vinnu-
afls mannsins enn minni.
Þrátt fyrir endurskipulag og endurreisn eftir stríðið, þrátt fyrir geysi-
skuldir og geysi-skyldur við miljónir manna, sem allt hafa misst, mun
vinnudagur verkajnannsins enn styttast og vinnuvikan einnig, og sá tími
lengjast, sem hann á sjálfur ráð á.
Vélar geta leyst menn úr ánauð. En frelsi er ekki endanlegt takmark.
Frelsið er þér engin náðargjöf, nema þú kunnir að notfæra það.
Ef við álítum eins og Forngrikkir, að hamingju lífsins sé að finna í þrosk-
un gáfna og siðgæðis og þjóðfélagslegum störfum, þá eru það hinar sönnu
frjálsu stundir okkar, sem við verjum þann veg.