Stígandi - 01.04.1944, Síða 78
156
LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR
STÍGANDI
geislunum eru. Skulum við nú at-
huga, hvaða líkur verði fundnar fyr-
ir því, er nú hefir verið sett fram:
Við skulum taka dæmi af al-
þekktu fyrirbrigði og athuga, hvaða
orsakir geti legið til grundvallar fyr-
ir því.
Allir hafa horft á hrímmyndanir
á gluggarúðum. Þær nefnast frost-
rósir eða héla, þær birtast á rúðun-
um og eru óumdeilt fyrirbrigði, en
hvaðan eru þær komnar? Þær eru
ekki orðnar til samkvæmt eðli og
lögmáli þriðju stærðar. Engin hendi
hefir teiknað þær, og engar frumur
hafa átt þátt í myndun þeirra.
Fjórða stærðin hefir heldur ekki
myndað þær, því að hún er form-
laus. Þær hljóta því að hafa verið
þarna alla tíð, átt tilveru sína á
þessum bletti rúmsins, og alls stað-
ar annars staðar í rúminu. Ef til vill
biðu þær alltaf eftir gluggarúðunni
til þess að kristallast á henni, og þó
er rúðan ekki nema lítið brot úr
þumlungi á þykkt? Því munu allir
hafa veitt athygli, að form frostrós-
anna fer eftir veðurástæðum. Glugg-
ann leggur öðruvísi, þegar loft er
skýjað, þá hafa þær líkingu af
burknablöðum, en sá gróður er tal-
inn hafa verið hinn fyrsti, er birtist
á jörðunni, sem þá var hulin þoku
og mistri. I heiðskiru veðri koma
fram rósaform á rúðunni, en báðar
þessar tegundir formsins voru þarna
alla tíð í hinu litla bili, sem þykkt
rúðunnar nemur. Hversu margar
aðrar tegundir forms, kunni að dylj-
ast í loftsneið þeirri, er rúðan fyllir,
er ekki unnt að gizka á, en þann
eiginleika virðast formin hafa, að
þau eru samlöguð, en þó sjálfstæð.
Við skulum taka rúðuna úr gluggan-
um, og í stað hennar koma fyrir
áhaldi, sem nefnt er eidophone.
Ahald þetta er trektmyndað, en yfir
víðari enda þess er strengdur dúk-
ur, og á yfirborð hans er borið lím.
Syngi maður dálítinn hluta úr söng-
lagi, — nokkra tóna — inn í mjórri
enda trektarinnar, þá koma fram á
yfirborði dúksins — sem límborinn
er — myndir eða form, sem eru
stærðfræðilegs eðlis.
I stað líms, má sálda einhverju
finu dufti yfir dúkinn, og sé þá sung-
ið í enda trektarinnar, koma fram
trjámyndir á sáldinu, sem borið var
á dúkinn.
A þennan hátt má sanna, að ótölu-
legur fjöldi forma hvílir í rúminu,
þau virðast þétt ofin hvert í annað,
en þó fullkomlega sjálfstæð, og
svara á sinn sérstaka hátt þeim
áhrifum, er þau verða fyrir, hvort
heldur það er hljóðalda, hiti, eða
kuldi. Þessi form finnast hvar sem
er í andrúmsloftinu, ef aðeins hin
nauðsynlegu tæki og kringumstæð-
ur eru fyrir hendi.
Nú mætti hugsa sér þann mögu-
leika, að formin berist á geislum
fjórðu stærðar, eða að form og
geisli séu óaðskiljanlegir hlutir, en
um þetta verður ekkert fullyrt. Við
vitum aðeins, að formin eru til í
loftinu, og að auðvelt er að sanna
það, en þegar við fáum fyllri þekk-
ingu á þessum efnum, þá höfum við
numið land innan landamæra hinn-
ar fimmtu stærðar.
Fjórðu stærðinni hefir verið lýst
á þá leið, að hún sé sífelld geislandi
hreyfing í allar áttir í einu. Eðli
fimmtu stærðar er andhverft. Þar er
allt stöðugt, kyrrt og fast. Hún er
fullkomin andstæða fjórðu stærðar.
Þar gengur allt inn á við, samlagast
hvað öðru, en er þó sjálfstætt. Þar
þrengist hvert formið inn í annað;
heilar veraldir búa þar hver í ann-
arri, en þo aðskildar og óafvitandi.
(Interpenitration).
Þúsundir manna hafa séð svo-
nefnda svipi ganga beint í gegnum