Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 78

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 78
156 LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR STÍGANDI geislunum eru. Skulum við nú at- huga, hvaða líkur verði fundnar fyr- ir því, er nú hefir verið sett fram: Við skulum taka dæmi af al- þekktu fyrirbrigði og athuga, hvaða orsakir geti legið til grundvallar fyr- ir því. Allir hafa horft á hrímmyndanir á gluggarúðum. Þær nefnast frost- rósir eða héla, þær birtast á rúðun- um og eru óumdeilt fyrirbrigði, en hvaðan eru þær komnar? Þær eru ekki orðnar til samkvæmt eðli og lögmáli þriðju stærðar. Engin hendi hefir teiknað þær, og engar frumur hafa átt þátt í myndun þeirra. Fjórða stærðin hefir heldur ekki myndað þær, því að hún er form- laus. Þær hljóta því að hafa verið þarna alla tíð, átt tilveru sína á þessum bletti rúmsins, og alls stað- ar annars staðar í rúminu. Ef til vill biðu þær alltaf eftir gluggarúðunni til þess að kristallast á henni, og þó er rúðan ekki nema lítið brot úr þumlungi á þykkt? Því munu allir hafa veitt athygli, að form frostrós- anna fer eftir veðurástæðum. Glugg- ann leggur öðruvísi, þegar loft er skýjað, þá hafa þær líkingu af burknablöðum, en sá gróður er tal- inn hafa verið hinn fyrsti, er birtist á jörðunni, sem þá var hulin þoku og mistri. I heiðskiru veðri koma fram rósaform á rúðunni, en báðar þessar tegundir formsins voru þarna alla tíð í hinu litla bili, sem þykkt rúðunnar nemur. Hversu margar aðrar tegundir forms, kunni að dylj- ast í loftsneið þeirri, er rúðan fyllir, er ekki unnt að gizka á, en þann eiginleika virðast formin hafa, að þau eru samlöguð, en þó sjálfstæð. Við skulum taka rúðuna úr gluggan- um, og í stað hennar koma fyrir áhaldi, sem nefnt er eidophone. Ahald þetta er trektmyndað, en yfir víðari enda þess er strengdur dúk- ur, og á yfirborð hans er borið lím. Syngi maður dálítinn hluta úr söng- lagi, — nokkra tóna — inn í mjórri enda trektarinnar, þá koma fram á yfirborði dúksins — sem límborinn er — myndir eða form, sem eru stærðfræðilegs eðlis. I stað líms, má sálda einhverju finu dufti yfir dúkinn, og sé þá sung- ið í enda trektarinnar, koma fram trjámyndir á sáldinu, sem borið var á dúkinn. A þennan hátt má sanna, að ótölu- legur fjöldi forma hvílir í rúminu, þau virðast þétt ofin hvert í annað, en þó fullkomlega sjálfstæð, og svara á sinn sérstaka hátt þeim áhrifum, er þau verða fyrir, hvort heldur það er hljóðalda, hiti, eða kuldi. Þessi form finnast hvar sem er í andrúmsloftinu, ef aðeins hin nauðsynlegu tæki og kringumstæð- ur eru fyrir hendi. Nú mætti hugsa sér þann mögu- leika, að formin berist á geislum fjórðu stærðar, eða að form og geisli séu óaðskiljanlegir hlutir, en um þetta verður ekkert fullyrt. Við vitum aðeins, að formin eru til í loftinu, og að auðvelt er að sanna það, en þegar við fáum fyllri þekk- ingu á þessum efnum, þá höfum við numið land innan landamæra hinn- ar fimmtu stærðar. Fjórðu stærðinni hefir verið lýst á þá leið, að hún sé sífelld geislandi hreyfing í allar áttir í einu. Eðli fimmtu stærðar er andhverft. Þar er allt stöðugt, kyrrt og fast. Hún er fullkomin andstæða fjórðu stærðar. Þar gengur allt inn á við, samlagast hvað öðru, en er þó sjálfstætt. Þar þrengist hvert formið inn í annað; heilar veraldir búa þar hver í ann- arri, en þo aðskildar og óafvitandi. (Interpenitration). Þúsundir manna hafa séð svo- nefnda svipi ganga beint í gegnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.