Stígandi - 01.04.1944, Síða 80

Stígandi - 01.04.1944, Síða 80
158 LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR STÍGANDI Það er reyndar athyglisvert að gera samanburð á þessu og eldri kenningum dulspekinga: Stjarn- líkaminn, sem þeir töluðu um, er líkami orku og sálrænna tilfinninga, og er talinn tæki huglíkamans. Stjarnlíkaminn svarar til fjórðu stærðar, en huglíkaminn svarar til hugmyndar okkar um fimmtu stærð. Dulspekingar kenndu reyndar, að til væru sjö tilverusvið, og öll í sam- bandi við mannheima, skal því ekki að svo komnu setja fram nokkrar fullyrðingar um upptök fimmtu stærðar. Það mun flestum nokkur áreynsla að gera sér grein fyrir ósýnilegum heimum, sem umlykja þá, og öllum þeim óteljandi milljónum geisla, sem leika gegnum loft og jörð úr öll- um áttum og á öllum tímum. En þegar þetta skilst, geta menn hugsað sér mannlegar verur og fasta hluti, eins og óbreytilega og storknaða kristallsgervinga, sem svífi í heimi tindrandi og blikandi hreyfinga. Þegar við vitum, að allir geislar þessa heims bera einhvern lit, — jafnvel hugsanir manna — þá fer okkur að skiljast margbreytni þess lifs, sem umkringir okkur, en sem okkur er hulin, þetta hlýtur að vekja til nýrra hugsana. — Mitt í hinni ósýnilegu tilveru svífa frum- myndir þær og form, sem líf okkar mótast af. En hvort heldur formin berast með geislum eða eru þeim á einhvern hátt samrunnin, verður ekkert fullyrt um. Hitt er víst, að myndir og form eru þar, og eru hér, og alls staðar, stöðug og óbreytileg, hverju sem viðrar. Ofsarok, hiti, kuldi, vindur, ský, sólskin og myrk- ur, hafa engin áhrif á þau. Þau eru þar, eins og þrýst hvort inn í annað, og fylla hvern blett rúmsins. Samkvæmt skilningi okkar er rúmið svæði, þar sem saman er komið visst magn af efnum, svo sem lofttegundum, sem liggja hver að annarri, hlaðast hver á aðra, en hafa hreyfingu til allra átta. Rúmið tek- ur yfir allt, það er fullt af stöðum. Það hreyfist, sem fer stað úr stað, en þetta nær aðeins til hinnar fjórðu stærðar. En er við athugum eðli hinnar fimmtu stærðar, og tök- um að skilja hið flókna eðli hennar, þá sjáum við, hversu gagnólíkar þessar stærðir eru, og þá reynir á skilning og þanþol ímyndunar okk- ar. I stað rúms, sem þengst út, verð- um við að hugsa okkur rúm, sem gengur saman. í stað hluta, mynda, eða forma, sem hlaðast saman og liggja þétt, fáum við vitneskju um tilverusvið, þar sem allt er á hverj- um stað, og allt á öllum stöðum. í stað hreyfingar frá stað til staðar, kemur orka, sem umlykur allt. Ferð- laus hreyfing, sem tala mætti um, sem varaorku, eða vilja. Fjórða stærðin starfar út á við, fimmta stærðin inn á við. En þetta þýðir, að orsök alls vaxtar, form hans og orka sú, sem heldur forminu föstu og varðveitir það, kemur ekki að utan, heldur er hún uppspretta inn- an frá hinni fimmtu stærð, sem menn munu ekki skilja að fullu fyrr en eftir nokkur hundruð ár. Samtímis og nýjar uppgötvanir verða gerðar á sviði stærðanna, þroskast skilningur okkar á hinum miklu orkulindum, sem þær geyma. Lítið hugsandi maður mundi ætla, að steinöxi hefði meiri styrkleika en loftkennt efni. Sá hinn sami ætti að veita því athygli, hvemig þykkar járnplötur eru ristar sundur með logsuðutækjum, jafnvel á marar- botni, til þeirra framkvæmda kæmi steinöxi að litlu liði. Þegar fjórðu stærðar orka er beizluð, þá yfirstigur hún allt, sem þriðja stærðin á yfir að réða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.