Stígandi - 01.04.1944, Page 82

Stígandi - 01.04.1944, Page 82
160 LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR STÍGANDI tíðni, og eru hin naemustu sinnar tegundar, er enn þekkjast. Læknar telja, að ekki verði ákveð- ið, hve mikið sé tækjum þessum að þakka, eða að hve miklu leyti und- irvitundarsamvinna sjúklingsins komi til greina .Við notkun sumra þessara tækja hefir komið í ljós, að stundum tekst sjúklingnum að veita sér sjálfur þann bata, sem tækin veittu. Undirvitund hans hefir fylgzt með lækningaáhrifum tækis- ins, numið þau til fulls, og notað sína eigin orku til að endurskipu- leggja hrynjandi líkamans. Aðferð þessi hefir verið nefnd sjálfsefjun, og engin vísindaleg skýring hefir enn verið gefin. En þetta sannar, að hið innra með manninum býr vilji og orka, sem starfar að baki forms- ins, sem líkaminn er reistur á, og sem orkar að breyta hrynjandi hans og skapa nýtt svið á sama stað. Þannig finnum við skyldleikann við frostrósirnar í fimmtu stærð, í störfum mannslíkamans. I þremur fyrstu stærðunum höf- um við fundið hina fullkomnu efnis- persónu. í hinni fjórðu geislun alls lífs, orku og tilfinningar. Hin fimmta felur í sér öll form, sem vinna hlutverk sín í líkamsformi mannsins, og síðast þetta dularfulla: Viljann eða máttinn, sem sker úr um hinztu niðurstöðu. Lærdómur sá, er dreginn verður af þeirri þekkingu, er fengizt hefir á fimmtu stærð, er þessi: Allt líf á þessum hnetti verður að skipuleggj- ast sem ein óbrotin heild. Þetta þýð- ir ekki, að menn tapi einstaklings- eðli sínu. Líkami mannsins er sam- fléttuð heild, en hvert líffæri, já, hver fruma, hefir sín sérkenni, sína eigin öldulengd — því flóknari sem líkamsheildin er, því meira ríður á, að hver einstök athöfn hvers líffær- is sé unnin nákvæmlega rétt. Fullkominn skilningur þeirrar kenningar, er stærðirnar flytja, mundu skapa nýja menningaröld, og gjörólíkt lífsviðhorf. Líf framtíðar- innar verður undir áhrifum hinnar fimmtu stærðar, en þangað til verð- ur það undir áhrifum hinnar fjórðu stærðar. FRÁ ÚTGÁFUNNI Næsta hefti Stíganda mun að öllu forfallalausu koma út í sept. Hefir ritið tryggt sér ágætar myndir frá hátíðahöldunum 17. júní, bæði frá Þingvallahátíðinni og svo hér á Akureyri. Vonumst við eftir að geta birt þær í septemberheftinu. Þáttinn um bækur vannst ekki tími til að þessu sinni að búa til prentunar, og olli því annríki þeirra, sem hann hafa skrifað. En úr þessu mun verða reynt að bæta í næsta hefti.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.