Stígandi - 01.01.1949, Síða 8

Stígandi - 01.01.1949, Síða 8
I DAG Eftir ARNÓR SIGURJÓNSSON Flestir þeir, sem um fjármál okkar íslendinga ræða og rita, virðast líta svo á, að við höfum alltaf verið að tapa, síðan ófriðn- mn lauk vorið 1945. Þetta er misskilningur. Við höfuin að vísu þessi síðastliðnu fjögur ár að mestu eytt 600 millj. króna innstæð- um, er bankar okkar áttu erlendis. En fyrst er þess að geta, að eítthvað af þeim innstæðum, er færðar voru á reikningum bank- anna 1945, hefir raunverulega breytzt. í duldar innstæður íslenzkra fyrirtækja og einstaklinga erlendis, og það er a. m. k. ekki allt þjóðinni tapað fé, þó að Jrað hverfi úr opinberum reikningum. Hitt er þó rniklu meira vert, að á síðustu fjórum árum hefir þjóðin eignazt ný atvinnutæki, skip, flugvélar, verksmiðjur og vélar, ennfremur hafnir, flugvelli, vegi og orkuver, auk þess sem hún hefir fest geysilegt fé í auknum húsakosti, húsbúnaði og margvíslegum jrægindum. Öll þessi fjárfesting í bættum atvinnu- tækjum og atvinnuskilyrðum og auknum þægindum og bættri aðbúð fyrir Jjjóðina í landinu nentur drjúgum meiru fé en þær innstæður, er við höfum eytt á sama tíma. Okkur er óhætt að af- skriia Jressar nýju eignir okkar stórkostlega án þess að fram þurfi að koma minnkandi eign á efnahagsreikningi þjóðarinnar í heild Jressi síðustu fjögur ár. Síðastliðið ár virðist liafa verið mjög gott fyrir fjárhagslega af- komu Jrjóðarheildarinnar. Innstæða bankanna erlendis hélzt vel í horfi, en fjárfesting innan lands ntikil, rnikið byggt af íbúðar- skrifstofu-, verzlunar- og verksmiðjuliúsum, meiri ræktunarfram- kvæmdir en nokkru sinni fyrr og haldið í horfi með opinberar framkvæmdir. Enn hefir ekki fram komið neitt verðfall íslenzkrar framleiðsluvöru á erlendum markaði, líkt og varð eftir fyrri ó- friðinn. Þvílíkt verðfall og þar af leiðandi kreppa sýnist heldur ekki enn vera á næstu grösum, þó að viturlegt verði að teljast fyrir Jrjóðina að vera þar við öllu búin. Þegar á heildina er litið, verður því ekki með rökum neitað, að í dag erum við íslendingar auðug Jajóð, jafnvel svo auðug, að 6 STÍGANDI

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.