Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 18

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 18
LANDEIGN Á LANDNÁMSÖLD Saga stærstu landnámanna Eítir dr. HANS KUHN, prófessor Hér nem ek mér land, fyrir því að hér sé ek nú eigi byggðan bólstað (Hænsa-Þóris saga). Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Svo segir í Landnámsbók, og því til styrktar má benda á orð Ara Þorgilssonar, að þar sé kallað Ingólfsfell fyrir vestan Ölfusá, sem Ingólfur lagði sína eigu á. Engum manni sýnist hafa komið í hug að efast um, að svo hafi verið. Þar sem lýsing Land- námabókar kemur að Ölfusá, segir auk þess, að nú sé komið að landnámi Ingólfs. Því næst nefnir hún sjö menn, sem setzt hafa að í austur- og suðurhluta þessa svæðis, frá Þingvallasveit ofan til sjávar og vestur í Grindavík. Heimildin segir um þá flesta, að þeir hafi numið þar land, en nefnir hvergi, að Ingólfur eða neinn af hans afkomendum hafi verið með í ráðum, með því að gefa eða selja þeim landið ellegar vísa þeim til þess eða leyfa þeim að búa þar. Með þessi landnám er þar farið, eins og löndin hafi verið ónumin, áður en þessir menn köstuðu eign sinni á þau. Öðruvísi er sagt frá landnámunum í vesturhluta þess lands, sem Ingólfur átti, frá Reykjanesi til Kjalarness. Þar ltafa að sunnanverðu fengið land nokkrir frændur Ingólfs, Herjólfur, Steinunn hin gamla og Asbjörn Össurarson. Herjólfi gaf Ingólf- ur landið milli Reykjaness og Vogs, Steinunni Rosmhvalanes og allar víkur inn til Hvassahrauns. Hinsvegar er sagt, að Ásbjörn hafi numið land sitt, Álftanes og allt á milli Hvassahrauns og Hraunholtslækjar, án þess að Ingólfur frændi lians sé við það nefndur. Fyrir norðan Reykjavík, milli Úlfarsár (Korpúlfsstaðaár) og Mýdalsár (Miðdalsár) á Kjalarnesi, segir Landnámabók, að þrír menn liafi numið land með ráði Ingólfs, Þórður skeggi, Hallur goðlaus og Helgi bjóla. Við Miðdalsá er svo búinn sá hluti af landnámi Ingólfs, sem hann sjálfur hefur ráðið yfir seinna meir, 16 STÍGANDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.