Stígandi - 01.01.1949, Side 20

Stígandi - 01.01.1949, Side 20
kvað hafa numið allan Eyjafjöið milli Sigluness og Reynisness (Jiað er Gjögurtáar) og gert mikinn eld við livern vatnsós og lielgað sér svo héraðið. Þetta svæði er að tölu bæja töluvert stærra en landnám Ingólfs. í landi Ingólfs taldi Jón Johnsen fyrir 100 árum (Jarðatal á íslandi, 1847) hér um bil 420 býli, en í landi Helga um 480. Saga jtessa landnáms virðist að mörgu leyti hafa verið lík sögu landnáms Ingólfs. Þar kemur fram álík beltaskipting. Kjarninn var við botn fjarðarins, í vestanverðum aðaldalnum. Þar hafði Helgi áskilið sér stórt svæði, að líkindum allt land milli Glerár og Merkigils (á móts við Munkaþverá) og bjó í Kristnesi. í þessu landi stendnr Akureyri, svipað og Reykja- vík þar, sem Ingólfur bjó. Þar bjuggu sennilega einnig flestir skipverjar hans, en-ekki Ingjaldur og Hrólfur synir hans. Þeim gaf Helgi allan ansturhluta Eyjafjarðardals frá Ytri Þverá inn- eftir, Staðarbyggð og austurhluta Saurbæjarhrepps. Því, sem eftir var af dalnum, vestan árinnar allt land fyrir innan Merkigil og austan hennar Kaupangssveit, skipti Helgi milli fjögurra tengda- sona. Þeir fengu allir lönd sín að gjöf. Auk Jress gaf Helgi land tveim bræðrum, sem honum voru nákomnir, Ásmundi og Ás- grími, sonum Öndótts kráku. Þeir fengu Kræklingahlíð. Landið, sem nú er talið, er stórt óslitið svæði, sem nær frá Hörgá eða Moklhaugnahálsi í vestri og Varðgjá í austri, þar sem nú mætast Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjar-sýsla, inn um allan Eyjafjarðar- dal og þverdali hans og er á þrjá vegu innilukt háum fjallgörð- um. Kjarni alls landnámsins, búland Helga hins magra, er aftur á alla vegu innilukt landi, sem hann gaf sonum og venz.lamönn- um sínum. Að Jtessum stóru innri svæðum liggja austan fjarðarins tvö landnám, sem voru numin að ráði Helga. Annað þeirra náði frá Varðgjá út til Fnjóskármynnis, liitt þaðan til Grenivíkur. Þá eru Joeim megin fjarðarins eftir tvö önnur landnám, sem að sögn Landnámabókar voru numin án tilhlutunar Helga. Þau eru Fnjóskadalur og Látraströnd, og liggja að áðurnefndum tveim landnámum að austan og norðan, svo að Jressi ná aðeins á stuttum kafla að takmörkum alls landnáms Helga- Vestan Eyjafjarðar nefnir Landnámabók aðeins eitt landnám, sem hún segir að sé numið að ráði Helga. Það er Svarfaðardalur. Hann liggur langt frá takmörkum hins landsins, sem Helgi gat ráðstafað sjálfur. Þenna dal segir heimildin, að numið hafi Þor- steinn svarfaður, og nefnir engan annan landnámsmann í hon- 1 8 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.