Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 31

Stígandi - 01.01.1949, Qupperneq 31
Ég tel það því víst, að örfáir landnámsmenn liafa selt annað land en það, sem þeir bjuggu sjálfir á, eða einhvern hluta þess, eða þá land, sem lá að þessu búlandi. En þetta er í fullu sam- ræmi við þá niðurstöðu um skoðun manna á landeign í þá daga, sem ég hef komizt að áður, að aðeins byggt og hagnýtt land var viðurkennt sem eign eða full eign þess, sem hafði numið það. Því áttu menn að fala og kaupa land, sem þeir þóttust eiga heimild til að eigna sér ókeypis? Að borga fyrir fengið land aðeins til málamyndar, til þess að losna við þær skuldbindingar og þá hættu á riftingum, sem fylgdu gjöfum, eins og Steinunn hin gamla kvað hafa gert gagnvart Ingólfi Arnarsyni, virðist fæstum hafa komið í hug, enda munu landnámsmenn hafa hirt lítið um að selja land með þessum hætti. Það getur auk þess verið, að það hafi mælzt illa fyrir, þegar menn reyndu að selja land, sem þeir höfðu eignað sér skömmu áður með vafasamri heimild og hvorki borgað fyrir né byggt eða ræktað. Samt hefir einn af helztu landnámsmönnum selt mestan hluta stórs landnáms. Það er Hrollaugur Rögnvaldsson. Hann nam Hornafjörð og Suðursveit allt vestur að Kvíá og bjó í upphafi austast í Hornafirði. Seinna seldi hann fjórum nafngreindum mönnum, sem komu út á eftir honum, þenna hluta lands síns og eins allt land vestur til Hestgerðismúla, það er allan Horna- fjörð og austurhluta Suðursveitar, og flutti á Breiðabólstað í Fellshverfi. Vestasta hluta landnáms síns hefir hann gefið frá sér. Hann virðist vera sá eini maður, sem fékk ráðstafað landnámi sínu öllu, þó að það væri miklu stærra en svo, að hann gæti skipað það skipverjum og frændum sínum. Þetta er undantekning. Hún er mjög fróðleg, svo sem oft vill vera um undantekningar. Landnámabók kallar Hrollaug höfð- ingja mikinn og vin Haralds konungs hins hárfagra. Hann átti miklu betri aðstöðu til þess að halda allt það land eignarhaldi, sem hann hafði kastað eign sinni á, en flestir aðrir menn, sem áttu álíka stór eða stærra landnám. Frh. i næsta hefti. STÍGANDI 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.