Stígandi - 01.01.1949, Page 37

Stígandi - 01.01.1949, Page 37
afskipti liafa ekki verið gerð í því skyni að skapa eða tryggja lýð- ræðið í þessum löndum og hafa heldur ekki haft þær afleiðingar. Árin eftir síðustu heimsstyrjöld hafa afskipti Bandaríkjanna af þjóðum Evrópu og Asíu orðið geysivíðtæk, eins og kunnugt er. Hér er það aðeins eitt atriði í sambandi við þessi afskipti, sem hefir þýðingu. Hafa þau verið gerð í því skyni og hafa þau haft þær afleiðingar að koma á fót lýðræði eða tryggja lýðræðið í þessum löndum? Hér er um að ræða aðalatriði þess áróðurs, sem ég áður hefi minnzt á. Það eru til dæmi, sem eru deginum ljósari. í Kína hafa Bandaríkin stutt einræðisstjórn forns og spillts léns- aðals. Þau hafa eytt stjórkostlegum fjárfúlgum til að sporna gegn þjóðfélagsþróun, sem að ýmsu leyti er hliðstæð þeirri þróun, er skóp Bandaríkin sem ríki og þjóð. Nákvæmlega sama sagan hefir gerzt í Grikklandi, og aldrei hefir Franco hinn spánski verið ör- uggari í sessi en síðan bandarísk áhrif urðu allsmegandi í Vestur- Evrópu. í Vestur-Evrópu allri hefir stuðningur Bandaríkjanna við hin íhaldssamari öfl þjóðfélagsins, við auðhyggju og sérrétt- indastefnu, verið beinn og ótvíræður; einkum hefir þetta komið greinilega í Ijós í Ítalíu og Vestur-Þýzkalandi. Það hefir ekki verið spurt um hættur, sem að lýðræðinu steðjuðu, ef þær hættur komu ekki frá vinstri. Það hefir verið andi Alexanders Hamiltons, en ekki hugsjónir Thomasar Jeffersons, sem sett hafa mark sitt á afskipti Bandaríkjanna af erlendum þjóðum þessi síðustu ár. Lýðræði amerísku byltingarinnar er ekki lifandi veruleiki í Bandaríkjunum í dag í þeirri merkingu, að það sé stjórnarfar þroskað og fast í sessi. Mörg grundvallaratriði þess eru þó enn í heiðri höfð, enda þótt þjóðfélagsleg skilyrði geri þau oft á tíðum lítils virði, og enn lifir það sem voldug hugsjón, sem safnað getur milljónum bænda og verkamanna undir merki sitt. Þetta hvort- tveggja er mikils virði. Hið mikla vandamál Bandaríkjanna er enn sem fyrr, hvort auðhyggja og sérréttindastefna fái kyrkt lýð- ræðið eða ekki, hvor má sín betur, Thomas Jefferson eða Alex- ander Hamilton. Um það skal ekki spáð. Aðeins þetta skal sagt: Það er eitt ráð, sem er alveg óbrigðult til að eyðileggja lýðræðið í Bandaríkjunum, kannske fyrir fullt og allt, að minnsta kosti um langa framtíð. Þetta ráð er ný heimsstyrjöld. Ný heimsstyrjöld mundi óhjákvæmilega leiða til valdaeinokunar í höndum herfor- ingja og auðhringa í enn ríkara mæli en orðið er. í stað þess að bjarga lýðræðinu mundi hún höggva að rótum þess í heimalandi mestu lýðræðisbyltingar veraldarsögunnar. Að styrjöld, er hefði 3* STÍGANDI 35

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.